Elísa Pálsdóttir (Löndum)
Elísa Olga Magdal Pálsdóttir frá Reykjavík, húsfreyja á Löndum fæddist 2. september 1907 og lést 7. nóvember 1945.
Faðir Elísu var Páll Magdal, fluttist til Minneapolis í Bandaríkjunum og á fjölda afkomenda vestra, f. 13. júní 1878, d. 22. janúar 1957, Snorrason, f. 1856, Guðmundssonar bónda í Neistakoti á Eyrarbakka, Vestra-Stokkseyrarseli og Einkofa, f. 1806, d. 10. ágúst 1864, Helgasonar, og konu Guðmundar Helgasonar, Elísar húsfreyju, f. um 1821, Snorradóttur bónda á Grjótlæk í Stokkseyrarhreppi Hólmsteinssonar.
Um þau Guðmund og Elís var kveðið:
- Elís lofar ám að sofa
- austur í kofa á túninu,
- svo hjónin bæði hljóti næði
- og holdleg gæði í rúminu.
Móðir Páls Magdal var Gróa frá Norðurkoti í Flóa, húsfreyja á Hverfisgötu 35 í Reykjavík 1910, f. 22. mars 1853, d. 14. september 1936, Jónsdóttir bónda í Norðurkoti í Flóa 1860, f. 26. september 1809, d. 17. mars 1873, Pálssonar, f. um 1783, Magnússonar og konu Jóns Pálssonar, Þorkötlu húsfreyju í Norðurkoti, f. 16. júlí 1808, d. 20. maí 1883, Egilsdóttur.
Móðir Elísu Pálsdóttur og kona (31. mars 1905) Páls Magdals Snorrasonar var Gestheiður húsfreyja og saumakona í Reykjavík 1910, f. 27. júlí 1886 á Skógtjörn á Álftanesi, d. 13. nóvember 1918, Árnadóttir kirkjustarfsmanns í Björnsbæ í Reykjavík 1910, f. að Laug í Haukadalssókn í Árn. 18. október 1856, d. 15. september 1914, Árnasonar, ókvænts vinnumanns á Laug 1855, f. í Holtastaðasókn í Langadal í A-Hún. um 1813, d. 21. apríl 1893, Gamalíelssonar bónda Jónssonar, og barnsmóður Árna Gamalíelssonar, Margrétar vinnukonu á Laug 1855, f. 27. október 1833, d. 22. september 1888, Jörundsdóttur.
Móðir Gestheiðar frá Björnsbæ og kona Árna Árnasonar var Ingibjörg húsfreyja, f. 26. júní 1863, d. 14. maí 1938, Gestsdóttir bónda í Múlaseli í Hraunhreppi í Mýrasýslu, f. 2. mars 1833, drukknaði 29. mars 1864, Jónssonar, og konu Gests í Múlaseli, Ragnheiðar húsfreyju, f. 21. febrúar 1832, d. 27. október 1916, Sveinbjarnardóttur prests á Staðarhrauni Sveinbjörnssonar og konu hans Rannveigar Vigfúsdóttur Þórarinssonar (Thorarensen) sýslumanns á Hlíðarenda og konu Vigfúsar sýslumanns, Steinunnar Bjarnadóttur landlæknis Pálssonar.
Elísa varð uppeldisdóttir Hólmfríðar Þorláksdóttur og Ísleifs Jónssonar gjaldkera Sjúkrasamlags Reykjavíkur. Hún vann svo við ljósmyndun hjá Jóni Kaldal.
Maður Elísu Pálsdóttur var Ásmundur Karl Friðriksson skipstjóri á Löndum, f. 31. ágúst 1909, d. 17. nóvember 1963.
Börn Elísu og Ásmundar:
1. Friðrik Ásmundsson skipstjóri og skólastjóri, f. 26. nóvember 1934.
2. Elín Hólmfríður Ásmundsdóttir húsfreyja í Gautaborg, f. 6. mars 1937.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Árni Árnason.
- Skipstjóra-og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.
- Friðrik Ásmundsson.
- Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Guðni Jónsson. Stokkseyringafélagið í Reykjavík 1952.
- Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
- Manntöl.
- Íslendingabók.is.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.