„Blik 1973/Sparisjóður Vestmannaeyja 30 ára, I. hluti“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Blik 1973/Sparisjóður Vestmannaeyja 30 ára, I. hluti“ [edit=sysop:move=sysop]) |
Ekkert breytingarágrip |
||
(4 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum) | |||
Lína 5: | Lína 5: | ||
[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON]] | <center>[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON]]:</center> | ||
< | <big><big><big><big><center>Sparisjóður Vestmannaeyja 30 ára</center> </big> | ||
< | |||
'''Ýtt úr vör'''< | |||
[[Mynd: | <center>'''Ýtt úr vör'''</center></big></big> | ||
[[Mynd: 1973 b 7 A.jpg|350px|thumb|''Anders H. Bergesen, útgerðarmaður, Þinghól (Kirkjuvegi 19).'']] | |||
[[Mynd: Helgi Benediktsson 2.jpg|thumb|350px|''Helgi Benediktsson, kaupm., Skólavegi 27. Í stjórn Sparisjóðsins frá 1943-1958.'']] | [[Mynd: Helgi Benediktsson 2.jpg|thumb|350px|''Helgi Benediktsson, kaupm., Skólavegi 27. Í stjórn Sparisjóðsins frá 1943-1958.'']] | ||
[[Mynd: | [[Mynd: 1973 b 31 B.jpg|thumb|350px|''Sigurjón Sigurbjörnsson, verzlunarstjóri, [[Gefjun]], (Strandvegi 42). Í stjórn Sparisjóðsins 1944-1949.'']] | ||
[[Mynd: | [[Mynd: 1973 b 35 C.jpg|thumb|350px|''Þórður Benediktsson, verzlunarmaður, Hásteinsvegi 7, síðar um árabil forstjóri að Reykjalundi.'']] | ||
[[Mynd: | [[Mynd: 1973 b 19 B.jpg|thumb|350px|''Jóhann Sigfússon, útgerðarmaður, Sólhlíð.'']] | ||
[[Mynd: | [[Mynd: 1973 b 27 D.jpg|350px|thumb|''Óskar Jónsson, útgerðarmaður, Sólhlíð 6.'']] | ||
[[Mynd: | [[Mynd: 1973 b 27 B.jpg|thumb|350px|''Magnús Guðbjartsson, frystihússeigandi, Kirkjuvegi 26.'']] | ||
[[Mynd: | [[Mynd: 1973 b 9 D.jpg|thumb|150px|''Einar Guttormsson, læknir, Kirkjuvegi 27.'']] | ||
[[Mynd: | [[Mynd: 1973 b 7 B.jpg|350px|thumb|''Ásmundur Guðjónsson, verzlunarmaður, Gjábakka.'']] | ||
Á s.1. vetri voru 30 ár liðin frá þeim degi, er viðskiptamálaráðuneytið staðfesti samþykktir Sparisjóðs Vestmannaeyja samkvæmt gildandi landslögum. Það gerðist 3. desember 1942. Þá hafði býsna mikið starf verið innt af hendi til undirbúnings sparisjóðsstofnuninni. <br> | Á s.1. vetri voru 30 ár liðin frá þeim degi, er viðskiptamálaráðuneytið staðfesti samþykktir Sparisjóðs Vestmannaeyja samkvæmt gildandi landslögum. Það gerðist 3. desember 1942. Þá hafði býsna mikið starf verið innt af hendi til undirbúnings sparisjóðsstofnuninni. <br> | ||
Síðan liðu fimm vikur, þar til hinn eiginlegi stofnfundur Sparisjóðsins var haldinn. Þann fund sátu stofnendur hinn 10. janúar 1943. Þá hafði verið safnað nöfnum 30 manna undir samþykktir og starfsreglur hinnar verðandi peningastofnunar í kaupstaðnum. Þeir menn voru ekki valdir af handahófi. Einbeittir og staðfastir þurftu þeir að reynast, þegar á herti og á var sótt, enda reyndust þeir hinir traustustu. Aðeins einn þeirra bilaði, þegar á reyndi. <br> | Síðan liðu fimm vikur, þar til hinn eiginlegi stofnfundur Sparisjóðsins var haldinn. Þann fund sátu stofnendur hinn 10. janúar 1943. Þá hafði verið safnað nöfnum 30 manna undir samþykktir og starfsreglur hinnar verðandi peningastofnunar í kaupstaðnum. Þeir menn voru ekki valdir af handahófi. Einbeittir og staðfastir þurftu þeir að reynast, þegar á herti og á var sótt, enda reyndust þeir hinir traustustu. Aðeins einn þeirra bilaði, þegar á reyndi. <br> | ||
Lína 41: | Lína 44: | ||
En hvað sem þessum hugleiðingum mínum líður, þá voru það aðeins nokkur orð, sem kveiktu hjá mér þá hugsun að beita mér fyrir stofnun sparisjóðs í kaupstaðnum. Það gerir enginn einn síns liðs. Til þess þurfti ég liðsinnis margra mætra manna, sem ekki væru þess eðlis að hlaupa frá skyldum sínum, orðum eða samþykktum. Þeir urðu að vera þess eðlis, að þeir gætu tileinkað sér hugsjónina og vildu standa með og styðja málefnið í gegnum þykkt og þunnt, hversu sem móti blési. Og vissulega þurftum við að vera við ýmsu búnir, því að fjármunaaflið er voldugt og stundum býsna ófyrirleitið, ef það hefur eitthvað að óttast og vill koma samkeppninni við sig fyrir kattarnef. <br> | En hvað sem þessum hugleiðingum mínum líður, þá voru það aðeins nokkur orð, sem kveiktu hjá mér þá hugsun að beita mér fyrir stofnun sparisjóðs í kaupstaðnum. Það gerir enginn einn síns liðs. Til þess þurfti ég liðsinnis margra mætra manna, sem ekki væru þess eðlis að hlaupa frá skyldum sínum, orðum eða samþykktum. Þeir urðu að vera þess eðlis, að þeir gætu tileinkað sér hugsjónina og vildu standa með og styðja málefnið í gegnum þykkt og þunnt, hversu sem móti blési. Og vissulega þurftum við að vera við ýmsu búnir, því að fjármunaaflið er voldugt og stundum býsna ófyrirleitið, ef það hefur eitthvað að óttast og vill koma samkeppninni við sig fyrir kattarnef. <br> | ||
„Þá kemur mér hann í hug, er ég heyri góðs manns getið.“ Þannig komst hinn merki maður sögunnar að orði um velvildarmann sinn og velgjörðarmann. Svo fer einnig mér, er ég hugleiði frumkvæðið að þessu starfi öllu og fyrstu sporin fram á við að settu marki. <br> | „Þá kemur mér hann í hug, er ég heyri góðs manns getið.“ Þannig komst hinn merki maður sögunnar að orði um velvildarmann sinn og velgjörðarmann. Svo fer einnig mér, er ég hugleiði frumkvæðið að þessu starfi öllu og fyrstu sporin fram á við að settu marki. <br> | ||
Í glampandi sólskini mættumst við [[Jóhann Sigfússon]], útgerðarmaður við [[Sólhlíð]] hér í bæ og forstjóri [[Vinnslustöðin h.f.|Vinnslustöðvarinnar]] við [[Friðarhöfn]], á förnum vegi. Sá farni vegur voru tröppur [[Tanginn|Tangaverzlunarinnar]] svo kölluðu, Verzlun [[Gunnar Ólafsson| | Í glampandi sólskini mættumst við [[Jóhann Sigfússon]], útgerðarmaður við [[Sólhlíð]] hér í bæ og forstjóri [[Vinnslustöðin h.f.|Vinnslustöðvarinnar]] við [[Friðarhöfn]], á förnum vegi. Sá farni vegur voru tröppur [[Tanginn|Tangaverzlunarinnar]] svo kölluðu, Verzlun [[Gunnar Ólafsson (kaupmaður)|Gunnar Ólafssonar]] og Co. Þessi „farni vegur“ var að ýmsu leyti býsna táknrænn fyrir allt það, sem spratt og hefur sprottið af þessum fundi okkar Jóhanns. „Þorsteinn,“ sagði hann, „við eigum að stofna sparisjóð hérna í kaupstaðnum.“ „Mæltu manna heilastur. Þetta skulum við gera,“ sagði ég. Þar með var þetta afráðið. <br> | ||
Satt að segja undraðist ég síðar, er ég tók að hugleiða þessi fáu orð okkar Jóhanns, þetta stutta samtal okkar og hina snöggu ákvörðun, að mér skyldi ekki hafa komið þetta til hugar fyrr, eins og mér stóð það þó strax fyrir hugskotssjónum, hvílík lyftistöng öflugur sparisjóður gæti orðið öllu menningarframtaki í kaupstaðnum og þá ekki sízt hugsjónum mínum, skóla- og söfnunarstarfinu. Hver er sjálfum sér næstur og bannsett eigingirnin er svo ofarlega í huga næstum hvers manns. Ég voga að segja þetta á prenti nú, úr því sem komið er og málin hafa þróazt. <br> | Satt að segja undraðist ég síðar, er ég tók að hugleiða þessi fáu orð okkar Jóhanns, þetta stutta samtal okkar og hina snöggu ákvörðun, að mér skyldi ekki hafa komið þetta til hugar fyrr, eins og mér stóð það þó strax fyrir hugskotssjónum, hvílík lyftistöng öflugur sparisjóður gæti orðið öllu menningarframtaki í kaupstaðnum og þá ekki sízt hugsjónum mínum, skóla- og söfnunarstarfinu. Hver er sjálfum sér næstur og bannsett eigingirnin er svo ofarlega í huga næstum hvers manns. Ég voga að segja þetta á prenti nú, úr því sem komið er og málin hafa þróazt. <br> | ||
En þá, árið 1942, þagði ég vandlega yfir þessari hugsun minni og fyrirætlan. — Og þá var mér það einnig ljóst, að öflugur sparisjóður hér í kaupstaðnum gat orðið máttug hjálparhella ekki sízt hinum efnaminni í bæjarfélaginu. Fleira er matur en feitt kjöt, stendur þar, og fleira gat verið verkafólkinu efnalegur stuðningur og hagfelld þjónusta til bættrar afkomu en öflug verkalýðssamtök. <br> | En þá, árið 1942, þagði ég vandlega yfir þessari hugsun minni og fyrirætlan. — Og þá var mér það einnig ljóst, að öflugur sparisjóður hér í kaupstaðnum gat orðið máttug hjálparhella ekki sízt hinum efnaminni í bæjarfélaginu. Fleira er matur en feitt kjöt, stendur þar, og fleira gat verið verkafólkinu efnalegur stuðningur og hagfelld þjónusta til bættrar afkomu en öflug verkalýðssamtök. <br> | ||
Ég, þessi | Ég, þessi „hugsjónaangurgapi“, eins og einn af foringjunum kallaði mig í eyru almennings, sá þegar í anda öfluga peningastofnun í kaupstaðnum, — stofnun, sem gæti átt sinn þátt í að umskapa bæjarfélagið bæði efnalega og menningarlega, — breytt því úr slorugu athafnaþéttbýli í bæjarfélag, sem hvergi stæði að baki því bezta, sem gerist í menningarlegum efnum með íslenzku þjóðinni. Til þess þurfti peninga og meiri peninga, sem notaðir yrðu til þess að ná því göfuga markmiði, en ekki peninga til þess að auðga meir hinn auðuga á kostnað hins fátæka. Ó, hvað angurgapanum getur stundum dottið ýmislegt fjarstæðukennt í hug! <br> | ||
Satt að segja fann ég mig standa höllum fæti um rekstur slíkrar peningastofnunar. Ég hafði aldrei komizt í námunda við rekstur peningastofnana, aldrei unnið handtak á því sviði og var vankunnandi í allri bókfærslu og öllu bókhaldi. Sárasta fátæktin er oftast hverjum einum vanþekkingin á sjálfum sér, sinni eigin getu. <br> | Satt að segja fann ég mig standa höllum fæti um rekstur slíkrar peningastofnunar. Ég hafði aldrei komizt í námunda við rekstur peningastofnana, aldrei unnið handtak á því sviði og var vankunnandi í allri bókfærslu og öllu bókhaldi. Sárasta fátæktin er oftast hverjum einum vanþekkingin á sjálfum sér, sinni eigin getu. <br> | ||
Ég skrifaði eftir samþykktum Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis. Hann var þá fyrir skömmu stofnaður. Formaður hans var þá Helgi H. Eiríksson, fyrrverandi kennari minn í Kennaraskóla Íslands. Ekki lét hann á því standa að senda mér samþykktir hins unga sparisjóðs þeirra Reykvíkinganna. <br> | Ég skrifaði eftir samþykktum Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis. Hann var þá fyrir skömmu stofnaður. Formaður hans var þá Helgi H. Eiríksson, fyrrverandi kennari minn í Kennaraskóla Íslands. Ekki lét hann á því standa að senda mér samþykktir hins unga sparisjóðs þeirra Reykvíkinganna. <br> | ||
Lína 52: | Lína 55: | ||
Eins og fyrr getur, þá staðfesti viðskiptamálaráðuneytið samþykktir Sparisjóðs Vestmannaeyja 3. desember 1942. Við þann dag viljum við þess vegna miða aldur hans, þó að endanlegan stofnfund væri þá eftir að halda. | Eins og fyrr getur, þá staðfesti viðskiptamálaráðuneytið samþykktir Sparisjóðs Vestmannaeyja 3. desember 1942. Við þann dag viljum við þess vegna miða aldur hans, þó að endanlegan stofnfund væri þá eftir að halda. | ||
'''Ábyrgðarmenn án ábatavona'''< | |||
<big><center> '''Ábyrgðarmenn án ábatavona'''</center> </big> | |||
Samkvæmt gildandi landslögum eru sparisjóðirnir í landinu sjálfseignarstofnanir, að nokkru leyti opinberar stofnanir, sem reknar eru undir eftirliti aðila í þjónustu ríkisvaldsins. Sá aðili hefur eftirlit með rekstri þessara stofnana, eins og eðlilegt er og þarf nauðsynlega að eiga sér stað, þar sem almenningur á svo mikla fjármuni geymda í sparisjóðunum. Þetta eftirlit veitir sparifjáreigendum nauðsynlegt öryggi um meðferð fjárins og allan rekstur sparisjóðanna í heild. <br> | Samkvæmt gildandi landslögum eru sparisjóðirnir í landinu sjálfseignarstofnanir, að nokkru leyti opinberar stofnanir, sem reknar eru undir eftirliti aðila í þjónustu ríkisvaldsins. Sá aðili hefur eftirlit með rekstri þessara stofnana, eins og eðlilegt er og þarf nauðsynlega að eiga sér stað, þar sem almenningur á svo mikla fjármuni geymda í sparisjóðunum. Þetta eftirlit veitir sparifjáreigendum nauðsynlegt öryggi um meðferð fjárins og allan rekstur sparisjóðanna í heild. <br> | ||
Ábyrgðarmennirnir, sem svo eru kallaðir, leggja fram eilítið fé til stofnunar sparisjóðnum og kjósa þrjá menn á aðalfundi í stjórn hans, þar sem fimm skipa stjórnina, eins og hér á sér stað. Hina tvo kýs bæjarstjórn. <br> | Ábyrgðarmennirnir, sem svo eru kallaðir, leggja fram eilítið fé til stofnunar sparisjóðnum og kjósa þrjá menn á aðalfundi í stjórn hans, þar sem fimm skipa stjórnina, eins og hér á sér stað. Hina tvo kýs bæjarstjórn. <br> |
Núverandi breyting frá og með 17. nóvember 2016 kl. 22:02
Á s.1. vetri voru 30 ár liðin frá þeim degi, er viðskiptamálaráðuneytið staðfesti samþykktir Sparisjóðs Vestmannaeyja samkvæmt gildandi landslögum. Það gerðist 3. desember 1942. Þá hafði býsna mikið starf verið innt af hendi til undirbúnings sparisjóðsstofnuninni.
Síðan liðu fimm vikur, þar til hinn eiginlegi stofnfundur Sparisjóðsins var haldinn. Þann fund sátu stofnendur hinn 10. janúar 1943. Þá hafði verið safnað nöfnum 30 manna undir samþykktir og starfsreglur hinnar verðandi peningastofnunar í kaupstaðnum. Þeir menn voru ekki valdir af handahófi. Einbeittir og staðfastir þurftu þeir að reynast, þegar á herti og á var sótt, enda reyndust þeir hinir traustustu. Aðeins einn þeirra bilaði, þegar á reyndi.
Ég, sem þetta skrifa, safnaði flestum undirskriftunum. Og ég skirrist ekki við að játa það, að val mannanna var að mestu leyti mitt, og það hefði ég játað, þó að illa hefði til tekizt um val þeirra. Ýmislegt spaugilegt gæti ég rifjað upp frá söfnunarstarfi því og mannavali, en þess óska ég ekki að þessu sinni. Þó læt ég aðeins fljóta hér með eina frásögn.
Einn góðkunningi minn í flokki andstæðinga minna tók að stríða mér, þegar ég impraði á, að hann gerðist einn af ábyrgðarmönnunum. Hann kallaði þetta „uppreisnarbrölt“ hjá mér og fór um það fleiri orðum. Hann fullyrti, að ég hefði ríkar hneigðir til að velta peningum annarra, fyrst ég hefði aldrei sjálfur getað eignazt bót fyrir botninnn á mér. Svo hló hann. Og við hlógum báðir. Þá klappaði ég á öxlina á honum, því að við vorum verulegir góðkunningjar og þekktumst vel. Hann skrifaði svo undir að mér fannst með ánægju. Og mér þótti mikill fengur að nafninu hans vegna mannkosta hans og trausts, sem ég bar til hans, þó að hann styddi pólitíska andstæðinga mína, þegar svo bar undir, og honum væri það ljóst, að sú andstaða bitnaði á skólastarfi mínu í kaupstaðnum. Drengskapur hans brást mér aldrei.
Svo liðu þrír mánuðir, þar til þessi nýstofnaða peningastofnun Eyjafólks gat tekið til starfa. Þeir mánuðir voru notaðir til þess að útvega stofnuninni viðhlítandi leiguhúsnæði á sæmilega góðu viðskiptasvæði í bænum. Á sama tíma létum við prenta sparisjóðsbækur, nótur, víxlaeyðublöð, tryggingarbréf og sitthvað fleira, sem með þurfti til reksturs peningastofnuninni.
Áður hefi ég tvívegis í Bliki mínu minnzt á stofnun og starfrækslu Sparisjóðs Vestmannaeyja eins og eðlilegt er, þar sem örlögin hafa skákað því þannig til, að hitinn og þunginn af rekstri hans hafa jafnan hvílt á mér öll þessi ár, og vil ég þó hvorki skerða hluttöku meðstjórnarmanna minna í starfinu né þátt hins góða starfshóps í vexti hennar og viðgangi.
Nú hefur stjórn Sparisjóðsins falið mér að skrifa heildarsögu hans, — þrjátíu ára sögu —, svo ítarlega sem kostur er. Síðan skal hún prentuð í Bliki vorið 1973 ásamt myndum af öllum ábyrðarmönnum hans frá upphafi, og svo húsakynnum, ef kostur er. Mér er nokkur vandi á höndum, þó að ég hafi satt að segja ánægju af því í aðra röndina að rifja upp og halda til haga ýmsu varðandi þetta starf mitt og samstarfsmanna minna nú í nær þriðjung aldar.
Starfræksla Sparisjóðs Vestmannaeyja er því orðinn gildur þáttur í lífsstarfi mínu hér í kaupstaðnum. Þetta greinarkorn mitt hlýtur þess vegna að mótast af því.
Vitaskuld kemst ég ekki hjá að endurtaka hér eitthvað af því, sem ég hefi áður skrifað um stofnun þessa, uppruna hennar og starf eða þjónustu í þágu almennings í kaupstaðnum. Hjá því verður ekki komizt. Enda er áróður í því máli öllu til gæfu og gengis stofnuninni, vona ég. Og er þá ekki dregin fjöður yfir neitt, sem að baki bærist eða leynist. En erfitt er mér um sumt til frásagnar, þar sem það snertir svo mjög persónulegar kenndir mínar, hugsanir, sálarstyrk og líkamlega starfsorku í þessi þrjátíu ár, — já, mikið meir en margur gerir sér í hugarlund.
Orð eru til alls fyrst, segir máltækið. Þá er því gleymt, að æskilegast er það jafnan, að einhver hugsun eigi sér stað á undan orðunum. Og það er vissulega bráðnauðsynlegt, þegar stofna skal fyrirtæki. Ætti það sér jafnan stað, yrðu þau mörg langlífari en raun ber vitni um.
En hvað sem þessum hugleiðingum mínum líður, þá voru það aðeins nokkur orð, sem kveiktu hjá mér þá hugsun að beita mér fyrir stofnun sparisjóðs í kaupstaðnum. Það gerir enginn einn síns liðs. Til þess þurfti ég liðsinnis margra mætra manna, sem ekki væru þess eðlis að hlaupa frá skyldum sínum, orðum eða samþykktum. Þeir urðu að vera þess eðlis, að þeir gætu tileinkað sér hugsjónina og vildu standa með og styðja málefnið í gegnum þykkt og þunnt, hversu sem móti blési. Og vissulega þurftum við að vera við ýmsu búnir, því að fjármunaaflið er voldugt og stundum býsna ófyrirleitið, ef það hefur eitthvað að óttast og vill koma samkeppninni við sig fyrir kattarnef.
„Þá kemur mér hann í hug, er ég heyri góðs manns getið.“ Þannig komst hinn merki maður sögunnar að orði um velvildarmann sinn og velgjörðarmann. Svo fer einnig mér, er ég hugleiði frumkvæðið að þessu starfi öllu og fyrstu sporin fram á við að settu marki.
Í glampandi sólskini mættumst við Jóhann Sigfússon, útgerðarmaður við Sólhlíð hér í bæ og forstjóri Vinnslustöðvarinnar við Friðarhöfn, á förnum vegi. Sá farni vegur voru tröppur Tangaverzlunarinnar svo kölluðu, Verzlun Gunnar Ólafssonar og Co. Þessi „farni vegur“ var að ýmsu leyti býsna táknrænn fyrir allt það, sem spratt og hefur sprottið af þessum fundi okkar Jóhanns. „Þorsteinn,“ sagði hann, „við eigum að stofna sparisjóð hérna í kaupstaðnum.“ „Mæltu manna heilastur. Þetta skulum við gera,“ sagði ég. Þar með var þetta afráðið.
Satt að segja undraðist ég síðar, er ég tók að hugleiða þessi fáu orð okkar Jóhanns, þetta stutta samtal okkar og hina snöggu ákvörðun, að mér skyldi ekki hafa komið þetta til hugar fyrr, eins og mér stóð það þó strax fyrir hugskotssjónum, hvílík lyftistöng öflugur sparisjóður gæti orðið öllu menningarframtaki í kaupstaðnum og þá ekki sízt hugsjónum mínum, skóla- og söfnunarstarfinu. Hver er sjálfum sér næstur og bannsett eigingirnin er svo ofarlega í huga næstum hvers manns. Ég voga að segja þetta á prenti nú, úr því sem komið er og málin hafa þróazt.
En þá, árið 1942, þagði ég vandlega yfir þessari hugsun minni og fyrirætlan. — Og þá var mér það einnig ljóst, að öflugur sparisjóður hér í kaupstaðnum gat orðið máttug hjálparhella ekki sízt hinum efnaminni í bæjarfélaginu. Fleira er matur en feitt kjöt, stendur þar, og fleira gat verið verkafólkinu efnalegur stuðningur og hagfelld þjónusta til bættrar afkomu en öflug verkalýðssamtök.
Ég, þessi „hugsjónaangurgapi“, eins og einn af foringjunum kallaði mig í eyru almennings, sá þegar í anda öfluga peningastofnun í kaupstaðnum, — stofnun, sem gæti átt sinn þátt í að umskapa bæjarfélagið bæði efnalega og menningarlega, — breytt því úr slorugu athafnaþéttbýli í bæjarfélag, sem hvergi stæði að baki því bezta, sem gerist í menningarlegum efnum með íslenzku þjóðinni. Til þess þurfti peninga og meiri peninga, sem notaðir yrðu til þess að ná því göfuga markmiði, en ekki peninga til þess að auðga meir hinn auðuga á kostnað hins fátæka. Ó, hvað angurgapanum getur stundum dottið ýmislegt fjarstæðukennt í hug!
Satt að segja fann ég mig standa höllum fæti um rekstur slíkrar peningastofnunar. Ég hafði aldrei komizt í námunda við rekstur peningastofnana, aldrei unnið handtak á því sviði og var vankunnandi í allri bókfærslu og öllu bókhaldi. Sárasta fátæktin er oftast hverjum einum vanþekkingin á sjálfum sér, sinni eigin getu.
Ég skrifaði eftir samþykktum Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis. Hann var þá fyrir skömmu stofnaður. Formaður hans var þá Helgi H. Eiríksson, fyrrverandi kennari minn í Kennaraskóla Íslands. Ekki lét hann á því standa að senda mér samþykktir hins unga sparisjóðs þeirra Reykvíkinganna.
Allt fór þetta undirbúningsstarf eftir ætlan og áætlan. Leitað var eftir ábyrgðarmönnum innan allra stjórnmálaflokkanna í bænum til þess að „blandað lið“ stæði að stofnuninni. Þó var gengið sem mest fram hjá ofstækismönnum til hægri og vinstri. Nauðsynlegt var, að sparisjóðurinn yrði ekki dreginn í neinn pólitískan dilk honum til hnekkis. — Já, haft var í huga skaplyndi þeirra og manngerð, en hatremma og ofstæki skágengt, og svo persónuleg óvild til mín og nánustu samherja og samstarfsmanna minna.
Þegar leið fram á haustið 1942 voru þeir menn, sem þegar höfðu afráðið að gerast ábyrgðarmenn og þá um leið stofnendur Sparisjóðs Vestmannaeyja, boðaðir til undirbúningsfundar stofnfundinum. Sá undirbúningsfundur var haldinn að Hótel Berg við Heimagötu. Á fundi þessum var endanlega og afdráttarlaust afráðið að stofna sparisjóðinn. Jafnframt voru þarna lögð fram drög að samþykktum fyrir stofnunina. Auðvitað urðu þær samþykktir að vera í fyllsta samræmi við gildandí landslög um sparisjóði, — lög nr. 69, dags. 27. júní 1941.
Eftir fund þennan voru samþykktirnar fullgerðar og síðan sendar stjórnarráði landsins til staðfestingar. Að fenginni staðfestingunni skyldi síðan hinn endanlegi stofnfundur haldinn.
Eins og fyrr getur, þá staðfesti viðskiptamálaráðuneytið samþykktir Sparisjóðs Vestmannaeyja 3. desember 1942. Við þann dag viljum við þess vegna miða aldur hans, þó að endanlegan stofnfund væri þá eftir að halda.
Samkvæmt gildandi landslögum eru sparisjóðirnir í landinu sjálfseignarstofnanir, að nokkru leyti opinberar stofnanir, sem reknar eru undir eftirliti aðila í þjónustu ríkisvaldsins. Sá aðili hefur eftirlit með rekstri þessara stofnana, eins og eðlilegt er og þarf nauðsynlega að eiga sér stað, þar sem almenningur á svo mikla fjármuni geymda í sparisjóðunum. Þetta eftirlit veitir sparifjáreigendum nauðsynlegt öryggi um meðferð fjárins og allan rekstur sparisjóðanna í heild.
Ábyrgðarmennirnir, sem svo eru kallaðir, leggja fram eilítið fé til stofnunar sparisjóðnum og kjósa þrjá menn á aðalfundi í stjórn hans, þar sem fimm skipa stjórnina, eins og hér á sér stað. Hina tvo kýs bæjarstjórn.
Framlag hvers ábyrgðarmanns í eitt skipti fyrir öll til reksturs Sparisjóði Vestmannaeyja hefur frá upphafi numið kr. 500,00, en ábyrgðarfé hans í heild nemur kr. 1.000,00.
Það er allt. — Auðvitað eru þetta engir fjármunir nú, en voru þó nokkrir fyrir 30 árum. Öryggi stofnunarinnar verður að felast í henni sjálfri, rekstri hennar frá degi til dags, öruggri meðferð og ráðstöfunum á fjármunum þeim, sem almenningur hefur trúað henni fyrir.
Sparisjóðaeftirlitið var áður falið einstaklingi, sem alþingi kaus til þess. Það var nafnið einskært. Eftir að Seðlabanki Íslands var stofnaður (1957), hefur allt eftirlit með peningastofnunum í landinu verið í höndum hans og er það vel farið. Hann hefur færum mönnum á að skipa í þeim efnum.
Ábyrgð og aðild ábyrgðarmanna að stofnun Sparisjóðsins og rekstri hans er á engan hátt tengt hagnaðarvon af ábyrgðarfénu eða ábyrgðinni, sem þeir leggja fram eða taka á sig. Þeir hafa þar engra hagsmuna að gæta umfram ábyrgðarféð og enga hagnaðarvon af rekstri stofnunarinnar. Þeir hafa heldur ekkert að óttast, ef vel og heiðarlega er haldið á öllum viðskiptamálum og ekkert fé tapast fyrir handvömm eða hirðuleysi, fjármálaþynnku eða þursahátt. Ábyrgðarmennirnir geta aðeins krafizt vaxta af þeim fáu krónum, sem þeir hafa upphaflega lagt af mörkum stofnuninni til brautargengis, — lánað henni til þess að geta hafið starfið. Hvers vegna gefa menn þá kost á því að vera með, vera bakhjarlar svona fyrirtækis? spurði maðurinn. — Já, hvers vegna? Þarna verður hver og einn að svara sjálfum sér. Ég geri það að minnsta kosti ekki að svara fyrirspyrjandanum. — Sumir menn sjá aldrei út fyrir pyngjuna sína um fjármálin. Það eitt er víst. Asklokið er himinn þeirra, einnig í þeim efnum.
Eðli og tilgangi hverrar stofnunar er mjög nauðsynlegt að gera sér grein fyrir, áður en hafizt er handa um rekstur hennar. Til staðfestingar því, sem að framan er sagt, birti ég hér kafla úr tveim greinum í samþykktum Sparisjóðs Vestmannaeyja.
Í annarri grein samþyktanna er þetta tekið fram:
„Stofnendur Sparisjóðsins eru undirritaðir 30 ábyrgðarmenn hans, og skuldbinda þeir sig með undirskrift sinni undir samþykktir þessar til að ábyrgjast að Sjóðurinn standi í skilum. Svarar hver ábyrgðarmaður hlutfallslega fyrir halla eða tjón, sem sjóðurinn kann að verða fyrir, en hann getur eigi sjálfur staðið straum af. Þó ábyrgist enginn meira en eitt þúsund krónur. Hver ábyrgðarmaður leggur fram þegar í stað 500 krónur af ábyrgðarupphæð sinni sem stofnfé sjóðsins. Skal ákveðið um vexti af því fé á aðalfundi. Þó mega þeir ekki vera hærri en 1% umfram innlánsvexti Sjóðsins.“
Ég tek þessa grein hér upp orðrétta til þess að sanna almenningi, sem kynnast vill afstöðu ábyrgðarmannanna til Sparisjóðs Vestmannaeyja, að þeir hafa þar í rauninni engra hagsmuna að gæta og enga hagnaðarvon af rekstrinum, hversu vel, sem hann kynni að ganga eða skila miklum arði. Þetta tek ég skýrt fram hér enn sökum þess, að ég varð lengi var við þann misskilning, að Sparisjóðurinn væri í rauninni einkahagsmunafyrirtæki, sem ekki væri vert að hlynna að um of með því að leggja þar inn spariskildinga sína. — Þá má það sem sé ljóst vera, að Sparisjóðurinn er einvörðungu hugsjón, hagsmunahugsjón almenningi til hagsbóta og ekkert gróðafyrirtæki einstaklinga.
Sparisjóðirnir í landinu eru þannig sjálfseignarstofnanir, þar sem allur ágóði af rekstrinum rennur í varasjóð stofnunarinnar til eflingar stofnuninni sjálfri og henni til öryggis. Og svo má verja hluta af ágóðanum í þágu almennings í bænum, t.d. til líknar- og menningarmála. Með hliðsjón af þessum ákvæðum í samþykktum Sparisjóðs Vestmannaeyja, gaf hann á fyrra ári kr. 200.000,00 til kaupa á nauðsynlegu lækningatæki handa sjúkrahúsi bæjarins.
Þá er vert að geta þess, að stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja hefur leigt Byggðarsafni Vestmannaeyja þriðju hæð Sparisjóðsbyggingarinnar nú nær tug ára fyrir sáralítið gjald. Þar hefur Byggðarsafnið á leigu um 180 fermetra húsrými og greiðir fyrir það tvær þúsundir í leigu á mánuði. Ýmsir telja Byggðarsafnið þó nokkurn lið í menningu bæjarins. Enn væri það liggjandi í kössum í kjöllurum eða á háaloftum, ef Sparisjóðurinn fórnaði ekki fé sínu á þennan hátt til þess að efla þennan menningarþátt í bænum.
Til þess svo að svala forvitni og svara ýmsum kunningjum mínum og velvildarmönnum, sem gjarnan vilja eiga þess kost að glöggva sig á starfs- og stjórnarháttum í Sparisjóðnum, þá kýs ég að birta hér glefsur úr 4. grein samþykktanna:
„Stjórn sjóðsins skipa fimm menn. Skulu þrír þeirra kjörnir á aðalfundi úr hópi ábyrgðarmanna, en hinir tveir af bæjarstjórn, og gildir kosning þeirra til eins árs. ... Stjórnarmenn má endurkjósa, en hafi þeir setið í stjórninni samfleytt í fjögur ár, er þeim ekki skylt að taka við kosningu fyrr en að fjórum árum liðnum. Stjórnin kýs formann úr sínum flokki. ...“
Ég óska að taka það fram strax, að þau þrjátíu ár, sem Sparisjóður Vestmannaeyja hefur verið starfræktur, hefur hann ekki tapað einni einustu krónu í útlánum. Ber það atriði ekki Eyjafólki í heild fagurt vitni? — Í þessu sambandi langar mig til að birta hér svar sparisjóðsstjórnarinnar við erindi Seðlabankans um mat á útistandandi skuldum eða lánum Sparisjóðsins, ef vafi léki á, að einhver hluti þeirra innheimtist nokkru sinni. Satt að segja þótti mér vænt um svar það, sem stjórn Sparisjóðsins var sammála um að senda Seðlabankanum: „Stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja vill taka fram, að frá stofnun hafa engin töp átt sér stað á útlánum hans. Telur stjórnin, að öll útlán Sparisjóðsins séu vel tryggð og reksturs- og efnahagsreikningur sýni raunhæfa niðurstöðu á efnahag Sparisjóðsins. ... Endurskoðendur Sparisjóðsins og bankaeftirlit Seðlabankans hafa ekki séð ástæðu til að gera athugasemdir við eignamat á útlánum stofnunarinnar.“
Þetta svar Sparisjóðsstjórnarinnar til Seðlabankastjórnarinnar lýtur ekki einvörðungu að mér og starfi mínu og okkar allra, sem starfað höfum í stofnuninni, heldur er það einnig óræk sönnun fyrir því trausti, sem Eyjafólk í heild hefur áunnið sér hjá stofnuninni og því öryggi, sem fólgið er í lánaviðskiptum við það. Þar eiga konur ekki síður hluta að máli en karlar.
Í 11. grein samþykktanna er tekið fram, að „stjórnarfundir skulu haldnir a.m.k. einu sinni í viku, og ákveður stjórnin, hvernig skuli haga daglegri starfrækslu stofnunarinnar. Sparisjóðsstjórnin skal halda gerðabók, er í séu skráðar ályktanir stjórnar um lánveitingar og lánasynjanir, lántökur og annað slíkt.“ Þessum ákvæðum er yfirleitt ítarlega framfylgt.