„Jón Einarsson (Kalmanstjörn)“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Jón Einarsson (Kalmanstjörn)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[Mynd:Jón Einarsson frá Kalmanstjörn.jpg|thumb|150px|''Jón Einarsson frá Kalmanstjörn.]] | |||
'''Jón Einarsson''' frá [[Kalmanstjörn]], sjómaður í Kópavogi fæddist 29. júlí 1936 í [[Sólhlíð|Sólhlíð 24]] og lést 27. desember 2012. <br> | '''Jón Einarsson''' frá [[Kalmanstjörn]], sjómaður í Kópavogi fæddist 29. júlí 1936 í [[Sólhlíð|Sólhlíð 24]] og lést 27. desember 2012. <br> | ||
Foreldrar hans voru [[Einar Jónsson (Kalmanstjörn)|Einar Jónsson]] sjómaður frá [[Seljaland]]i, f. 17. apríl 1911, d. 30. apríl 1981, og fyrri kona hans [[Guðmunda Margrét Kristjánsdóttir]] húsfreyja frá Blönduósi, húsfreyja, f. 3. september 1915, d. 10. janúar 1994.<br> | Foreldrar hans voru [[Einar Jónsson (Kalmanstjörn)|Einar Jónsson]] sjómaður frá [[Seljaland]]i, f. 17. apríl 1911, d. 30. apríl 1981, og fyrri kona hans [[Guðmunda Margrét Kristjánsdóttir]] húsfreyja frá Blönduósi, húsfreyja, f. 3. september 1915, d. 10. janúar 1994.<br> |
Núverandi breyting frá og með 23. október 2016 kl. 19:34
Jón Einarsson frá Kalmanstjörn, sjómaður í Kópavogi fæddist 29. júlí 1936 í Sólhlíð 24 og lést 27. desember 2012.
Foreldrar hans voru Einar Jónsson sjómaður frá Seljalandi, f. 17. apríl 1911, d. 30. apríl 1981, og fyrri kona hans Guðmunda Margrét Kristjánsdóttir húsfreyja frá Blönduósi, húsfreyja, f. 3. september 1915, d. 10. janúar 1994.
Börn Einars og Guðmundu Margrétar voru:
1. Jón Einarsson sjómaður í Kópavogi, f. 29. júlí 1936 í Sólhlíð 24, d. 27. desember 2012.
2. Guðlaug Kristrún Einarsdóttir húsfreyja í Kópavogi, f. 30. janúar 1939 á Vesturhúsum.
3. Ólöf Stella Einarsdóttir, f. 14. janúar 1941 í Brautarholti, d. 7. október 1941.
4. Hjálmar Húnfjörð Einarsson sjómaður, f. 3. nóvember 1943 á Kalmanstjörn, drukknaði í Arnarfirði 25. febrúar 1980.
Börn Einars og Lilju Guðmundsdóttur síðari konu hans:
5. Axel Gunnar Einarsson landmælinga- og kortagerðarmaður í Reykjavík, f. 3. september 1952 á Kalmanstjörn.
6. Jóhann Sigurvin Einarsson byggingaverkamaður í Noregi, f. 18. mars 1959 á Sjh.Vm.
Stjúpsonur Einars, sonur Lilju var
7. Ármann Guðlaugur Axelsson garðyrkjumaður í Noregi, f. 5. janúar 1946 á Kirkjuvegi 41, (Langa-Hvammi).
Jón var með foreldrum sínum í bernsku, í Sólhlíð, á Vesturhúsum, í Brautarholti og á Kalmanstjörn. Foreldrar hans skildu. Á unglingsárum var hann í fóstri í Flatey á Skjálfanda. Þar lauk hann barnaskólagöngu.
Hann tók minna mótorvélstjóraprófið í Eyjum 1954, meira prófið í Reykjavík 1957 og meira fiskimannaprófið í Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1958. Þá lauk hann prófi í Iðnskólanum í Reykjavík og sveinsprófi í vélvirkjun í Stálvík h.f. 1972; hlaut meistararéttindi 1977, og tók sveinspróf í blikksmíði í Blikkveri 1983. Hann lauk einnig verkstjóranámskeiði.
Hann stundaði sjómennsku frá Flatey 1949-1957 og átti þar bát í nokkur ár, en var annars vélstjóri á fiskiskipum hjá Einari Sigurðssyni í Eyjum, hjá Ísbirninum í Reykjavík og Barðanum á Húsavík á árunum 1955-1968. Þá vann hann hjá Stálvík í Garðabæ til 1973, hjá Suðu sf. í Hafnarfirði við virkjanir, hitaveitulagnir og skipaviðgerðir í 5 ár og því næst tólf ár í Blikkveri. Frá 1990 vann hann á körfubíl.
Þau Hólmfríður Inga eignuðust Skarphéðinn 1959.
Hólmfríður Inga lést 2005 og Jón 2012.
Kona Jóns, (17. júní 1961), var Hólmfríður Inga Jónatansdóttir húsfreyja, f. 20. janúar 1938 á Húsavík, d. 21. desember 2005. Foreldrar hennar voru Jónatan Stefánsson bóndi í Fjörðum, S-Þing., síðar verkamaður í Reykjavík, f. 17. júní 1901 í Fjörðum, d. 2. desember 1982, og Stefanía Björg Guðlaugsdóttir húsfreyja frá Tindriðastöðum í Grýtubakkahreppi, S-Þing., f. 6. september 1911, d. 2. janúar 1993
Barn þeirra:
1. Skarphéðinn Jónsson kennari, f. 14. apríl 1959 í Reykjavík. Kona hans er Guðríður Guðjónsdóttir leikskólakennari, f. 24. desember 1958.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vélstjóra- og vélfræðingatal. Ritstjórar: Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Þjóðsaga 1996 og 1997.
- Ættingjar.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.