„Anna Júlíana Guðmundsdóttir“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Anna Júlíana Guðmundsdóttir''' frá Syðsta-Mó í Haganesvík, húsfreyja á Siglufirði og í Ásum fæddist 29. júlí 1901 og lést 30. desember 1985.<br> Foreld...) |
m (Verndaði „Anna Júlíana Guðmundsdóttir“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 6. apríl 2016 kl. 16:39
Anna Júlíana Guðmundsdóttir frá Syðsta-Mó í Haganesvík, húsfreyja á Siglufirði og í Ásum fæddist 29. júlí 1901 og lést 30. desember 1985.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónsson bóndi, trésmiður og skipstjóri, f. 17. maí 1877, d. 2. apríl 1959, og kona hans Guðrún Magnúsdóttir húsfreyja, f. 14. september 1880, d. 11. júní 1956.
Þau Sveinn bjuggu á Siglufirði, fluttust til Eyja um 1970.
Þau bjuggu hjá Guðlaugu dóttur sinni í Vöruhúsinu, en síðan í Ásum, en fluttust til Þorlákshafnar. Anna flutti síðan til Reykjavíkur.
Maður Önnu var Sveinn Norðmann Þorsteinsson skipstjóri og hafnarvörður á Siglufirði, f. 15. desember 1894, d. 7. október 1971.
Barn þeirra hér var
1. Guðlaug Sveinsdóttir húsfreyja, f. 16. maí 1925, d. 19. febrúar 2004.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Anna Ragna Alexandersdóttir.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.