„Sigríður Pálsdóttir (Hávarðarkoti)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 24: Lína 24:
*Íslendingabók.is.
*Íslendingabók.is.
*Manntöl.}}
*Manntöl.}}
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Húsfreyjur]]
[[Flokkur: Húsfreyjur]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]]

Núverandi breyting frá og með 14. ágúst 2015 kl. 19:49

Sigríður Pálsdóttir húsfreyja í Hávarðarkoti í Djúpárhreppi í Rang. fæddist 23. maí 1873 í Stakkagerði og lést 28. október 1954.
Foreldrar hennar voru Páll Jónsson trésmiður, f. 4. desember 1844, d. 7. október 1922, og kona hans Fídes Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 13. desember 1853, d. 14. janúar 1934.

Sigríður fluttist 4 ára með foreldrum sínum til Fljótshlíðar. Hún var niðursetningur hjá presthjónunum á Breiðabólstað í Fljótshlíð 1880, 17 ára vinnukona í Bjólu í Djúpárhreppi í Holtum 1890.
Sigríður var 28 ára húsfreyja í Hávarðarkoti 1901 með Þórði og tveim börnum þeirra. Þau bjuggu þar frá 1893-1902, í Reykjavík 1902-1905 og þá aftur í Hávarðarkoti 1905-1934. Þá fluttust þau til Reykjavíkur.
Sigríður bjó að Grundarstíg 11 við andlát, - lést 1954.

Maður hennar, (10. júní 1894), var Þórður Kr. (Kristinn) Ólafsson bændahöfðingi í Hávarðarkoti, f. 19. október 1870, d. 5. september 1941.
Börn þeirra voru:
1. Andvana sonur, f. 7. nóvember 1894.
2. Ólafur Þórðarson verkamaður í Reykjavík, f. 6. apríl 1896, d. 30. nóvember 1965, ókvæntur.
3. María Þórðardóttir húsfreyja í Krókatúni u. Eyjafjöllum, síðar í Reykjavík, f. 13. febrúar 1899, d. 18. september 1978, gift Nikulási Jónssyni, bjó síðar með Sigurði Eyjólfssyni sjómanni.
4. Pálína Þórðardóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 5. júní 1903, d. 1. júlí 1966, gift Bjarna Ólafssyni bókhaldara.
5. Sesselja Þórðardóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 13. maí 1906, d. 12. júní 1987, gift Hallgrími Finnssyni veggfóðrara.
6. Fídes Þórðardóttir verkakona í Reykjavík, f. 13. maí 1906, d. 7. mars 1988, ógift.
7. Viktor Þórðarson sjómaður í Reykjavík, f. 25. mars 1912, d. 30. júlí 1990, ókvæntur.
8. Kristinn Þórðarson vélstjóri í Reykjavík, f. 24. maí 1913, d. 29. júlí 1981, kvæntur Guðríði Jóhannsdóttur húsfreyju.
9. Karl Þórðarson bifreiðastjóri í Miðkoti III, Karlsbergi, í Djúpárhreppi, síðar leigubifreiðastjóri í Reykjavík, f. 25. janúar 1915, d. 14. mars 1993, kvæntur Svövu Guðmundsdóttur húsfreyju.
10. Elísabet Þórðardóttir iðnverkakona í Reykjavík, f. 8. mars 1917, d. 16. desember 1989, ógift.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Garður.is.
  • Holtamannabók III –Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.