Páll Jónsson (Jómsborg)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Páll Jónsson trésmiður fæddist 3. desember 1844 í Finnshúsum í Teigssókn í Fljótshlíð og lést 7. október 1922 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Jón Halldórsson bóndi á Sámsstöðum í Fljótshlíð, f. 1813, d. 21. desember 1895, og Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 1. september 1799, d. 4. október 1891.

Páll var tökubarn í Bakkakoti u. Eyjafjöllum 1845 og 1850, 16 ára matvinnungur á Stóru-Borg þar 1860.
Hann var 25 ára vinnumaður í Jómsborg 1870, en þar var Fídes vinnukona.
Húsmaður var hann í Þorlaugargerði við giftingu 1874. Þau fluttust til Fljótshlíðar 1876 með börnin. Hann var trésmiður á Gamla-Hrauni á Eyrarbakka 1890 og 1901. Þau fluttust til Reykjavíkur með Nikulás 1902.
Þau Fídes voru búandi í skjóli Nikulásar sonar síns í Reykjavík 1910, og 1920 bjuggu þau á Laugavegi 53a og þar lést Páll 1922.

Kona Páls , (1. maí 1874), var Fídes Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 13. desember 1853, d. 14. janúar 1934.
Þau eignuðust 6 börn, 4 dóu fyrir mt. 1910.
Börn þeirra hér:
1. Sigríður Pálsdóttir húsfreyja í Þykkvabæ, f. 23. maí 1873 í Stakkagerði, d. 28. október 1954.
2. Jóhann Guðmundur Pálsson sjómaður á Heylæk í Fljótshlíð, f. 2. febrúar 1875 á Vilborgarstöðum, d. 1898.
3. Nikulás Pálsson sjómaður í Reykjavík, f. 25. ágúst 1887 á Gamla-Hrauni, d. 2. mars 1972.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.