„Tómas Guðmundsson (prestur)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Tómas Guðmundsson''' prestur frá Miðhúsum fæddist 25. nóvember 1779 og lést 17. ágúst 1855.<br> Foreldrar hans voru [[Guðmundur Bárðarson (Miðhúsum)|Guðmundur B...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 24: Lína 24:
*Manntöl.
*Manntöl.
*Prestþjónustubækur.}}
*Prestþjónustubækur.}}
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Prestar]]
[[Flokkur: Prestar]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 18. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 18. öld]]

Núverandi breyting frá og með 14. ágúst 2015 kl. 19:43

Tómas Guðmundsson prestur frá Miðhúsum fæddist 25. nóvember 1779 og lést 17. ágúst 1855.
Foreldrar hans voru Guðmundur Bárðarson bóndi í Rimakoti í A-Landeyjum, síðar í Eyjum, f. 1745, d. 1. júlí 1813, og kona hans Þórdís Vigfúsdóttir húsfreyja, f. 1744, d. 1. janúar 1840.

Systkini Tómasar í Eyjum voru:
1. Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum, f. 1772, d. 10. ágúst 1843, gift Þorvaldi Gíslasyni.
2. Guðfinna Guðmundsdóttir húsfreyja og ljósmóðir í Stakkagerði, f. 1776, d. 27. júní 1832, gift Bergi Brynjólfssyni.

Tómas lærði undir skóla hjá sr. Bjarnhéðni Guðmundssyni. Hann var tekinn í Reykjavíkurskóla eldri 1794 og varð stúdent 1. júní 1799 með góðum vitnisburði. Hann fluttist að Breiðabólstað í Fljótshlíð 1805, bjó á Flókastöðum þar 1808-1816, vígðist 4. ágúst 1816 aðstoðarprestur sr. Þórhalla Magnússonar á Breiðabólstað og var þar síðan til 1819.
Hann fékk Villingaholt í Flóa 1821 og hélt til dd.
Honum er svo lýst í Ísl. æviskrám: „Hann var gáfumaður, góður prédikari og söngmaður, afbragðssmiður og verkmaður, hagmæltur, heldur góður búhöldur og vefari“.

Tómas var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (20. desember 1799), var Halldóra Aradóttir prests að Ofanleiti Guðlaugssonar, fædd 1775, d. 6. september 1800. Móðir hennar var Kristín Grímsdóttir húsfreyja.
Þau voru barnlaus.

II. Síðari kona Tómasar, (10. október 1805), var Guðlaug Jónsdóttir frá Unnarholti í Hrunamannahreppi, f. 1774, d. 7. ágúst 1859.
Börn þeirra hér:
1. Guðmundur Tómasson bóndi í Hróarsholti í Flóa, f. 30. ágúst 1806, d. 13. janúar 1894.
2. Halldóra Tómasdóttir húsfreyja á Skúfslæk í Flóa, f. 7. september 1807, d. 9. júlí 1869.
3. Þuríður Tómasdóttir húsfreyja á Efri-Gegnishólum í Flóa og víðar, f. 2. nóvember 1811, d. 25. apríl 1903.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.