Snædís Stefánsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 31. mars 2025 kl. 13:39 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 31. mars 2025 kl. 13:39 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Snædís Stefánsdóttir húsfreyja, starfsmaður í eldhúsu HSU á Selfossi, fæddist 25. október 1967.
Foreldrar hennar voru Stefán Jóhannsson (Istvan Júthas) frá Ungverjalandi, verkamaður, f. 11. febrúar 1935, d. 31. ágúst 2004, og kona hans Kristín Karólína Þórðardóttir frá Kvíabryggju á Snæfellsnesi, húsfreyja, f. 4. júní 1933, d. 22. janúar 1984 í Eyjum.

Börn Karólínu og Stefáns:
1. Þorvaldur S. Stefánsson, f. 29. ágúst 1959.
2. Kristinn Ingi Stefánsson, f. 23. september 1960.
3. Ragnar Þór Stefánsson, f. 11. nóvember 1961.
4. Jóhann Hjaltalín Stefánsson, f. 8. október 1964.
5. Ómar Stefánsson, f. 24. janúar 1966.
6. Snædís Stefánsdóttir, f. 25. október 1967.
7. Ingibjörg Stefánsdóttir, f. 13. júní 1970.

Þau Jónsteinn giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Vestmannabraut 58B 1986. Þau skildu.
Þau Agnar Hólm giftu sig, hafa ekki eignast börn. Þau búa á Selfossi.

I. Fyrrum maður Snædísar er Jónsteinn Jensson sjómaður, bifreiðastjóri, gröfustjóri, f. 21. nóvember 1959.
Foreldrar hans Maríanna Sigurðardóttir frá Færeyjum, f. 8. september 1934, d. 1. janúar 2020, og Jens Varnek Nikulásson frá Færejum, f. 23. nóvember 1936.
Börn þeirra:
1. Þórður Jónsteinsson, f. 3. nóvember 1984.
2. Hrefna Jónsteinsdóttir, f. 15. febrúar 1986.
3. Ásgeir Jónsteinsson, f. 21. apríl 1992, d. 15. mars 2004.

II. Maður Snædísar er Agnar Hólm Kolbeinsson frá Vík í Mýrdal, bílamálarameistari, f. 9. janúar 1949. Foreldrar hans Kolbeinn Kolbeinsson, f. 12. desember 1918, d. 29. febrúar 2008, og Ásdís Jóhannesdóttir, f. 19. desember 1924, d. 10. ágúst 2007.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.