Erna Sigurjónsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. maí 2024 kl. 13:39 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. maí 2024 kl. 13:39 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Erna Sigurjónsdóttir, húsfreyja, verkakona fæddist 6. ágúst 1938 á Raufarfelli u. Eyjafjöllum.
Foreldrar hennar voru Sigurjón Guðjónsson frá Raufarfelli, sjómaður, smiður, starfsmaður pósts og síma, f. 6. febrúar 1909, d. 24. september 1989, og kona hans Sigurbjörg Jónsdóttir frá Efri-Holtum u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 24. maí 1910, d. 11. júní 1992.

Erna var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Eyja nýfædd, bjó hjá þeim í Steini við Vesturveg 10.
Hún eignaðist barn með Guðlaugi Páli 1959.
Þau Sigurður giftu sig 1969, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Hásteinsveg 56A og við Bessahraun 4.
Sigurður lést 2011.

I. Barnsfaðir Ernu er Páll Guðlaugur Jóhannsson frá Akureyri, iðnnemi, f. 18. desember 1940.
Barn þeirra:
1. Sigurjón Pálsson tæknifræðingur, f. 24. júlí 1959 á Hólagötu 10. Sambúðarkona hans Gunnhildur Jónasdóttir.

II. Maður Ernu, (24. maí 1969) var Sigurður Magnússon, stýrimaður, f. 15. febrúar 1938 á Ólafsfirði, d. 24. maí 2011.
Börn þeirra:
2. Ingi Sigurðsson, f. 18. desember 1968. Kona hans Fjóla Björk Jónsdóttir.
3. Magnús Sigurðsson, f. 6. október 1974. Kona hans Ester Sigríður Helgadóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.