Sigurður Magnússon (stýrimaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigurður Magnússon.

Sigurður Magnússon frá Ólafsfirði, sjómaður, stýrimaður fæddist þar 15. febrúar 1938 og lést 24. maí 2011 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Magnús Jón Guðmundsson, útgerðarmaður, f. 14. maí 1913, d. 7. febrúar 1980, og Jósefína Marsibil Jóhannsdóttir, f. 12. júní 1914, d. 28. júní 1996.

Sigurður varð sjómaður á æskuskeiði, varð útgerðarmaður með föður sínum og bróður 16 ára, er þeir keyptu Freymund ÓF.
Hann útskrifaðist í Stýrimannaskólanum í Eyjum 1971.
Hann var sjómaður í Eyjum frá 1958 til 2005, m.a. á Kristbjörgu, á Bergi, á Hugin, á Guðmundi, á Kap og á Sighvati Bjarnasyni.
Þau Erna giftu sig 1969, eignuðust tvö börn, og Erna átti barn áður. Þau bjuggu við Hásteinsveg 56A og Bessahraun 4.
Sigurður lést 2011.

I. Kona Sigurðar, (24. maí 1969), er Erna Sigurjónsdóttir, húsfreyja, verkakona, f. 6. ágúst 1938.
Börn þeirra:
1. Ingi Sigurðsson, fyrrum bæjarstjóri, útibússtjóri, f. 18. desember 1968. Kona hans Fjóla Björk Jónsdóttir.
2. Magnús Sigurðsson, f. 6. október 1974. Kona hans Ester Sigríður Helgadóttir.
Barn Ernu áður:
3. Sigurjón Pálsson tæknifræðingur, f. 24. júlí 1959 á Hólagötu 10. Sambúðarkona hans Gunnhildur Jónasdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.