Gylfi Júlíusson (Mjölni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Gylfi Júlíusson frá Mjölni við Skólaveg 18, járnsmiður, starfsmaður Landgræðslunnar í Gunnarsholti, Rang., síðan umdæmisstjóri hjá Vegagerðinni fæddist 18. október 1937 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Júlíus Þórarinsson formaður, verslunarmaður og verkstjóri, f. 4. júlí 1906, d. 2. júní 1983, og kona hans Sigurragna Magnea Jónsdóttir (Ragna) húsfreyja, f. 25. október 1905, d. 20. desember 1995.

Börn Júlíusar og Rögnu:
1. Sigurður Steinar Júlíusson feldskeri, f. 28. janúar 1930, d. 4. júlí 2023. Kona hans var Guðrún Jónasdóttir húsfreyja, talsímakona frá Skuld, f. 17. janúar 1930, d. 18. júní 2016.
2. Vilhelm Þór Júlíusson verkstjóri hjá Flugmálastjórn, f. 30. maí 1932, d. 16. júlí 2013. Kona hans var Guðbjörg Benjamínsdóttir.
3. Gylfi Júlíusson umdæmisstjóri hjá Vegagerðinni, f. 18. október 1937. Fyrri kona hans var Ingibjörg Gunnarsdóttir, en síðari kona hans er Helga Viðarsdóttir.
4. Aðalsteinn Júlíusson bankamaður, f. 18. desember 1939. Kona hans er Elín Ingólfsdóttir.

Þau Ingibjörg giftu sig, eignuðust þrjú börn, en skildu.
Þau Helga hófu sambúð, eignuðust tvö börn.

I. Kona Gylfa, skildu, var Ingibjörg Gunnarsdóttir handmenntakennari, f. 30. maí 1941, d. 28. febrúar 1984. Foreldrar hennar voru Gunnar Magnús Klængsson, f. 29. október 1914, d. 28. júní 1986, og Jóna Sigurgeirsdóttir, f. 21. mars 1917, d. 9. janúar 1999.
Börn þeirra:
1. Rannveig Gylfadóttir, hönnuður, f. 17. nóvember 1960.
2. Jón Gunnar Gylfason, vélstjóri, f. 15. júní 1963.
3. Margrét Gylfadóttir, mannfræðingur, f. 18. maí 1969.

II. Kona Gylfa er Helga Viðarsdóttir húsfreyja, f. 5. júní 1950. Foreldrar hennar Viðar Björgvinsson, verslunarmaður, f. 1. ágúst 1925 í Rvk, d. 17. febrúar 2012, og Hildur Andrésdóttir frá Kerlingardal í Mýrdal, húsfreyja, f. 1. maí 1926, d. 18. apríl 2013.
Börn þeirra:
4. Víðir Gylfason, f. 6. febrúar 1979.
5. Hildur Gylfadóttir, f. 15. júlí 1985.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.