Arnþór Hreinsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Arnþór Hreinsson teiknari fæddist 1. júlí 1964 í Eyjum.
Foreldrar hans Hreinn Svavarsson frá Syðsta-Kambhóli í Eyjafirði, rafvirki, skipstjóri, f. 20. maí 1929, d. 20. september 1997, og kona hans Ellý Björg Þórðardóttir, húsfreyja, verslunar- og skrifstofumaður, f. 13. apríl 1936, d. 24. desember 2003.

Börn Hreins og Önnu Jensen:
1. Karl Smári Hreinsson, f. 24. október 1954.
2. Margrét Lind Hreinsdóttir, f. 29. júní 1956.
3. Guðrún Hreinsdóttir, f. 16. mars 1958, d. 12. maí 1958.
Börn Ellýjar og Hreins:
4. Jónas Þór Hreinsson skrifstofumaður, f. 25. nóvember 1959. Kona hans Marta Guðjóns Svavarsdóttir.
5. Júlía Guðný Hreinsdóttir táknmálskennari, túlkur, f. 1. júlí 1964. Fyrrum maður hennar Haukur Vilhjálmsson.
6. Arnþór Hreinsson teiknari, f. 1. júlí 1964.
7. Daði Hreinsson félagsmálafulltrúi, f. 24. mars 1969. Kona hans Lene Bernhöj.
Dóttir Hreins og fósturbarn Ellýjar:
2. Margrét Lind Hreinsdóttir, f. 29. júní 1956. Sambúðarmaður hennar Stefán Steingrímsson.

Arnþór fæddist heyrnarlaus. Þau Júlía voru tvíburar.
Hann var með foreldrum sínum, við Urðaveg 42 og Strembugötu 2, en lærði í Heyrnleysingjaskólanum.
Arnþór er teiknari.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.