Viktor Þór Reynisson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Viktor Þór Reynisson, sjómaður, handverksmaður fæddist 10. febrúar 1964.
Foreldrar hans Agnar Reynir Sigurðsson, verkamaður, f. 5. ágúst 1933, d. 5. desember 1999, og kona hans Eyrún Auðunsdóttir, húsfreyja, sjúkrahússstarfsmaður, f. 28. ágúst 1935, d. 7. janúar 2004.

Börn Eyrúnar og Reynis:
1. Sigurður Frímann Reynisson sjómaður, bifreiðaviðgerðarmaður, smiður, f. 23. janúar 1956, d. 28. ágúst 2000. Fyrrum kona hans Halldóra Steinarsdóttir.
2. Auðbjörg Reynisdóttir hjúkrunarfræðingur, markþjálfi, býr á Spáni, f. 21. janúar 1961. Fyrrum maður hennar Einar Gautur Steingrímsson.
3. Viktor Þór Reynisson sjómaður, handíðamaður í Reykjavík, f. 10. febrúar 1964. Barnsmóðir hans Kristín Áslaug Magnúsdóttir. Kona Anna Kristín Kristófersdóttir.
4. Jóhann Reynisson verkamaður á Selfossi, f. 18. október 1965. Kona hans Ingibjörg Stefánsdóttir.

Viktor Þór eignaðist barn með Kristínu Áslaugu 1981.
Þau Anna Kristín giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Rvk.

I. Barnsmóðir Viktor Þórs er Kristín Áslaug Magnúsdóttir, f. 16. apríl 1965.
Barn þeirra:
1. Kolbrún Viktorsdóttir, f. 11. október 1981.

II. Kona Viktors Þórs er Anna Kristín Kristófersdóttir, f. 5. febrúar 1970 í Rvk.
Börn þeirra:
1. Auðbjörg Ósk Viktorsdóttir, f. 3. mars 1993 í Rvk.
2. Þórunn Jóhanna Viktorsdóttir, f. 21. júlí 1994 í Rvk.
3. Gabríela Dögg Viktorsdóttir, f. 3. júní 2000 í Rvk.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.