Sigurður Frímann Reynisson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigurður Frímann Reynisson.

Sigurður Frímann Reynisson sjómaður, bílaviðgerðarmaður, smiður fæddist 23. janúar 1956 í Eyjum og lést 28. ágúst 2000.
Foreldrar hans voru Agnar Reynir Sigurðsson verkamaður, f. 5. ágúst 1933 á Goðafelli, d. 5. desember 1999 í Reykjavík, og kona hans Eyrún Auðunsdóttir frá Ysta-Skála u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 28. ágúst 1935, d. 7. janúar 2004 í Reykjavík.

Börn Eyrúnar og Reynis:
1. Sigurður Frímann Reynisson sjómaður, bifreiðaviðgerðarmaður, smiður, f. 23. janúar 1956, d. 28. ágúst 2000. Fyrrum kona hans Halldóra Steinarsdóttir.
2. Auðbjörg Reynisdóttir hjúkrunarfræðingur, markþjálfi, býr á Spáni, f. 21. janúar 1961. Fyrrum maður hennar Einar Gautur Steingrímsson.
3. Viktor Þór Reynisson sjómaður, handíðamaður í Reykjavík, f. 10. febrúar 1964. Barnsmóðir hans Kristín Áslaug Magnúsdóttir. Kona Anna Kristín Kristófersdóttir.
4. Jóhann Reynisson verkamaður á Selfossi, f. 18. október 1965. Kona hans Ingibjörg Stefánsdóttir.

Sigurður var með foreldrum sínum í æsku, á Brekastíg 19 og Ofanleiti, en þeir skildu 1970.
Hann varð ungur sjómaður og stundað sjómennsku til Goss 1973.
Sigurður flutti til Reykjavíkur, vann mikið við bíla, vélar, vélhjól og stundaði akstursíþróttir. Þá vann hann lengi við bátasmíði og viðgerðir hjá Mótun, bílaþjónustu hjá Stjána (Meik) og E. Finseni dráttarbílum. Milli þess sem hann gerði við og lagfærði bíla eða vélhjól ók hann þeim tækjum og tókst að vinna til verðlauna í rallý. Síðast vann hann við húsaviðgerðir hjá Verka ehf. ásamt því að sinna sínum hugðarefnum við bíla.
Þau Halldóra giftu sig 1987, eignuðust eitt barn og skildu.
Sigurður Frímann lést 28. ágúst 2000.

I. Kona Sigurðar Frímanns, (1987, skildu), er Halldóra María Steinarsdóttir húsfreyja, f. 18. nóvember 1957. Foreldrar hennar Ingileifur Steinar Þórhallsson, f. 21. nóvember 1936, d. 19. febrúar 1989, og Anna Dóra Ólafsdóttir, f. 24. maí 1933, d. 29. júlí 2021.
Barn þeirra:
1. Aníka Eyrún Sigurðardóttir, f. 20. júlí 1989.
Börn Halldóru:
2. Árni Björn Helgason, f. 29. maí 1975.
3. Halldór Arnar Karlsson, f. 10. desember 1978.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.