Viðar Árnason
Viðar Árnason, sjómaður, verkamaður í Rvk fæddist 12. febrúar 1962, og lést 9. október 2022.
Foreldrar hans Árni Hanneson, vélstjóri, stýrimaður, skipstjóri, f. 10. desember 1921, d. 4. júní 1999, og kona hans Laufey Hulda Sæmundsdóttir, húsfreyja, f. 29. október 1920, d. 15. september 2002.
Börn Huldu og Árna:
1. Sæmundur Árnason vélstjóri, f. 6. júlí 1943 í Helli, d. 5. mars 2011.
2. Sigríður Guðrún Árnadóttir húsfreyja á Akureyri, f. 6. febrúar 1945 í Helli, d. 14. maí 2024.
3. Ársæll Helgi Árnason húsasmiður í Eyjum, f. 24. maí 1949 á Hvoli.
4. Kolbrún Árnadóttir húsfreyja, sjúkraliði í Kópavogi, f. 21. nóvember 1953 að Brimhólabraut 12.
5. Sunna Árnadóttir húsfreyja á Akureyri, f. 10. janúar 1955 að Brimhólabraut 12.
6. Helena Árnadóttir húsfreyja í Eyjum, f. 23. desember 1960 að Brimhólabraut 12.
7. Viðar Árnason sjómaður, verkamaður í Reykjavík, f. 12. febrúar 1962, d. 9. október 2022.
Þau Svandís Ósk giftu sig, eignuðust tvö börn.
I. Kona Viðars er Svandís Ósk Stefánsdóttir, f. 28. október 1962. Foreldrar hennar Stefán Jónsson, f. 13. nóvember 1942, og Oddrún Svala Gunnarsdóttir, f. 16. mars 1944.
Börn þeirra:
1. Ísak Bergmann Viðarsson, f. 6. júní 2002.
2. Jafet Bergmann Viðarsson, f. 6. júní 2002.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið. Minning.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.