Hulda Sæmundsdóttir (Draumbæ)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Laufey Hulda Sæmundsdóttir.

Laufey Hulda Sæmundsdóttir frá Draumbæ, húsfreyja fæddist 29. október 1920 og lést 15. september 2002.
Foreldrar hennar voru Sæmundur Ingimundarson bóndi í Draumbæ, f. 1. september 1870 í Eyjum, d. 28. október 1942 og kona hans Sigríður Guðrún Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 8. nóvember 1879 í Brautarholtssókn í Kjósarsýslu, d. 28. apríl 1950.

Börn Sæmundar og Sigríðar voru:
1. Sigrún Karólína Sæmundsdóttir, f. 18. apríl 1902, d. 10. apríl 1989.
2. Kristmundur Sæmundsson, f. 1. nóvember 1903, d. 21. ágúst 1981.
3. Rósa Sæmundsdóttir, f. 26. september 1907, d. 25. október 1984.
4. Katrín Sæmundsdóttir, f. 15. desember 1910, d. 30. september 1929.
5. Andvana drengur, f. 28. ágúst 1912.
6. Ásta Þórhildur Sæmundsdóttir, f. 27. janúar 1918, d. 4. janúar 1996.
7. Laufey Hulda Sæmundsdóttir, f. 29. október 1920, d. 15. september 2002.

Hulda var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Árni bjuggu í Helli, eignuðust Sæmund þar 1943 og Sigríði Guðrúnu þar 1945.
Þau bjuggu á Höfðabrekku meðan þau innréttuðu íbúðina á Hvoli við Urðaveg, en þar bjuggu þau 1949 og þar fæddist þeim Ársæll Helgi.
Þau byggðu húsið við Brimhólabraut 12 og bjuggu þar, eignuðust þar fjögur börn. Þau skildu.
Laufey Hulda lést 2002.

Maður Laufeyjar Huldu, (18. nóvember 1944), var Árni Hannesson frá Hvoli, vélstjóri, skipstjóri, f. 10. desember 1921, d. 4. júní 1999.
Börn þeirra:
1. Sæmundur Árnason vélstjóri, f. 6. júlí 1943 í Helli, d. 5. mars 2011.
2. Sigríður Guðrún Árnadóttir húsfreyja á Akureyri, f. 6. febrúar 1945 í Helli.
3. Ársæll Helgi Árnason húsasmiður í Eyjum, f. 24. maí 1949 á Hvoli.
4. Kolbrún Árnadóttir húsfreyja, sjúkraliði í Kópavogi, f. 21. nóvember 1953 að Brimhólabraut 12.
5. Sunna Árnadóttir húsfreyja á Akureyri, f. 10. janúar 1955 að Brimhólabraut 12.
6. Helena Árnadóttir húsfreyja í Eyjum, f. 23. desember 1960 að Brimhólabraut 12.
7. Viðar Árnason sjómaður, verkamaður í Reykjavík, f. 12. febrúar 1962, d. 9. október 2022.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 5. október 2002. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vélstjóra- og vélfræðingatal. Ritstjórar: Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Þjóðsaga 1996 og 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.