Kolbrún Árnadóttir (sjúkraliði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Kolbrún Árnadóttir.

Kolbrún Árnadóttir frá Brimhólabraut 12, sjúkraliði fæddist þar 21. nóvember 1953.
Foreldrar hennar voru Árni Hannesson frá Hvoli við Urðaveg, vélstjóri, skipstjóri, f. 10. desember 1921, d. 4. júní 1999, og kona hans Laufey Hulda Sæmundsdóttir frá Draumbæ, húsfreyja, f. 29. október 1920, d. 15. september 2002.

Börn Huldu og Árna:
1. Sæmundur Árnason vélstjóri, f. 6. júlí 1943 í Helli, d. 5. mars 2011.
2. Sigríður Guðrún Árnadóttir húsfreyja á Akureyri, f. 6. febrúar 1945 í Helli, d. 14. maí 2024.
3. Ársæll Helgi Árnason húsasmiður í Eyjum, f. 24. maí 1949 á Hvoli.
4. Kolbrún Árnadóttir húsfreyja, sjúkraliði í Kópavogi, f. 21. nóvember 1953 að Brimhólabraut 12.
5. Sunna Árnadóttir húsfreyja á Akureyri, f. 10. janúar 1955 að Brimhólabraut 12.
6. Helena Árnadóttir húsfreyja í Eyjum, f. 23. desember 1960 að Brimhólabraut 12.
7. Viðar Árnason sjómaður, verkamaður í Reykjavík, f. 12. febrúar 1962, d. 9. október 2022.

Kolbrún var með foreldrum sínum.
Hún lauk sjúkraliðanámi á Landspítalanum 1972, námskeiði í boðgreiningu hjá Sálfræðistöðinni 1987, námskeiði í hjúkrun aldraðra í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti 1991. Hún varð læknaritari í sama skóla 1993, lauk námskeiði í Tölvuskóla Reykjavíkur 1994 og í Kvöldskóla Kópavogs 1996. Önnur námskeið: Skref fyrir skref. Konur í stjórnun. Betri persónulegur árangur. Námskeið hjá Fræðslumiðstöð Rauða krossins 1997 og læknaritaranámskeið í Fjölbrautarskólanum í Ármúla 1997.
Kolbrún var sjúkraliði á Landspítalanum 1972-1973, á Borgarspítalanum 1973-1974, á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 1974-1984, á Grensásdeild 1985-1986 og í Seljahlíð 1986-1993. Hún var deildarlæknafulltrúi á heilsugæslustöðinni í Mjódd frá 1993.
Kolbrún hefur setið í fulltrúaráði samninganefndar sjúkraliða í Vestmannaeyjum og gegnt starfi trúnaðarmanns sjúkraliða og varagjaldkera þar.
Þau Viðar Már giftu sig 1996, eignuðust tvö börn.

I. Maður Kolbrúnar, (31. janúar 1996), er Viðar Már Þorkelsson járnsmiður, f. 28. júní 1954 í Sandgerði. Foreldrar hans Þorkell Frímann Aðalsteinsson frá Húsavík, f. 26. júlí 1919, d. 30. mars 1980, og kona hans Ólafía Laufey Guðmundsdóttir frá Fitjakoti í Miðneshreppi, húsfreyja, f. 8. júlí 1921, d. 15. febrúar 2005.
Börn þeirra:
1. Þorkell Frímann Viðarsson starfsmaður hjá Heklu, f. 16. ágúst 1974.
2. Hildur Viðarsdóttir, f. 21. júlí 1982 í Eyjum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Sjúkraliðar á Íslandi 1966-1996. Ritstjóri: Sigurður Hermundarson. Mál og mynd 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.