Valur Andersen (Sandprýði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Valur Andersen Húnbogason, smiður, flugmaður fæddist 27. ágúst 1947 í Sandprýði.
Foreldrar hans Húnbogi Þorkelsson, vélvirkjameistari, f. 7. janúar 1916, d. 9. apríl 2002, og Guðrún Svanlaug Andersen, húsfreyja, f. 2. mars 1921.

Börn Guðrúnar og Húnboga:
1. Jóhann Pétur Andersen Húnbogason, f. 10. október 1944 á Sólbakka.
2. Þorkell Húnbogason Andersen, f. 24. apríl 1946 á Sólbakka.
3. Valur Andersen Húnbogason, f. 27. ágúst 1947 í Sandprýði.
4. Eva Andersen Húnbogadóttir, f. 1. nóvember 1948 í Sandprýði.
5. Bogi Andersen Húnbogason, f. 27. febrúar 1956 í Sandprýði.
6. Gunnar Andersen Húnbogason, f. 26. nóvember 1957.
7. Arnar Andersen Húnbogason, f. 14. október 1960.

Valur eignaðist barn með Þorbjörgu Sonju 1975.
Þau Ingibjörg giftu sig, eignuðust ekki börn saman, en hún á eitt barn. Þau bjuggu í Brekkuhúsi.

I. Barnsmóðir Vals er Þorbjörg Sonja Aðalsteinsdóttir, f. 15. febrúar 1949, d. 30. október 2022.
Barn þeirra:
1. Hugi Freyr Valsson, f. 4. desember 1975.

II. Kona Vals er Ingibjörg Fanndal Bernódusdóttir af Ströndum, húsfreyja, f. 26. október 1952. Foreldrar hennar Bernódus Sigurðsson, f. 19. september 1920, d. 13. ágúst 2008, og Helga Ásdís Rósmundsdóttir, f. 14. maí 1925, d. 25. júní 2013.
Barn hennar:
1. Högni Arnarson, f. 12. mars 1971.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.


]