Unnur Pálsdóttir (Túnsbergi)
Unnur Pálsdóttir fæddist 3. mars 1911 og lést 12. maí 2000. Unnur bjó í húsinu Túnsberg við Vesturveg 22.
Eiginmaður Unnar var Matthías Jónsson klæðskeri.
Unnur hóf störf á elliheimilinu Skálholti 17. maí 1966 og tók við starfi forstöðukonu tæpu ári síðar, þann 8. mars 1967. Hún gegndi því starfi til gossins árið 1973 en Skálholt fór undir hraun. Hún tók við starfi forstöðukonu Hraunbúða þegar það elliheimili var tekið í notkun 1. september 1974. Því gegndi hún í nær 5 ár. Unnur helgaði sig af lífi og sál elliheimilunum og vistfólkinu. Í Skálholti var hún alltaf ein á næturvakt auk dagvinnu og hélt góðri reglu og aga. <br Hún bjó síðustu ár ævi sinnar á Hraunbúðum.
Heimildir
- „Unnur Pálsdóttir.“ Tímamót. Vestmannaeyjar: Lionsklúbburinn, 1987.
Frekari umfjöllun
Unnur Pálsdóttir húsfreyja, forstöðukona fæddist 3. mars 1911 á Borg í Njarðvík eystra og lést 12. maí 2000.
Foreldrar hennar voru Páll Sigurðsson búfræðingur, bóndi á Borg, Baldurshaga í Borgarfjarðarhreppi, N.- Múl., og víðar, f. 7. júní 1879, d. 3. desember 1948, og kona hans Margrét Grímsdóttir húsfreyja, f. 7. apríl 1882, d. 21. ágúst 1963.
Móðursystur Unnar, systur Margrétar Grímsdóttur, voru:
1. Guðrún Grímsdóttir húsfreyja á Oddsstöðum.
2. Halldóra Grímsdóttir móðir Hjörleifs Guðnasonar og Sigrúnar Þórhildar húsfreyju í Landlyst, f. 16. janúar 1912, d. 20. desember 1993, konu Guðmundar Hróbjartssonar skósmiðs.
Unnur var með foreldrum sínum í æsku, með þeim í Baldurshaga í Borgarfjarðarhreppi 1920, í Neskaupstað á þriðja áratug aldarinnar.
Hún fluttist frá Neskaupstað til Eyja 1929, var leigjandi, fiskverkakona á Oddsstöðum 1930.
Hún var fjarverandi á fjórða áratugnum, en komin til Eyja og bjó í Grafarholti 1940, er hún fæddi Guðgeir.
Þau Matthías bjuggu á Sandi 1942, er þau eignuðust Þorgerði, en þau misstu hana rúmlega 10 vikna gamla; bjuggu þar enn 1943 við fæðingu Þorsteins Pálmars.
Þau voru komin í Vinaminni, Urðavegi 5 1945 og bjuggu þar uns þau slitu samvistir um 1966.
Unnur varð forstöðukona við Elliheimilið í Skálholti 1967 og bjó þar að mestu, þó að Vinaminni væri hennar formlega heimili.
Eftir gos var hún forstöðukona í Hraunbúðum, keypti Túnsberg við Vesturveg og fluttist þangað, en var fyrir Hraunbúðum til starfsloka.
Unnur dvaldi að síðustu í Hraunbúðum og lést árið 2000.
Matthías lést 1977 og Unnur 2000.
I. Sambýlismaður Unnar var Matthías Guðlaugur Jónsson klæðskeri, f. 15. nóvember 1892, d. 25. janúar 1977.
Börn þeirra:
1. Guðgeir Matthíasson verkamaður, sjómaður, listamaður, f. 14. desember 1940.
2. Þorgerður Matthíasdóttir, f. 28. febrúar 1942, d. 12. maí 1942.
3. Þorsteinn Pálmar Matthíasson Badermaður í Vinnslustöðinni, síðan saltfiskverkandi á Höfn í Hornafirði, f. 22. júlí 1943.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.
Myndir
- Æviskrár Víglundar Þórs Þorsteinssonar
- Húsfreyjur
- Forstöðukonur
- Fólk fætt á 20. öld
- Fólk dáið á 21. öld
- Íbúar á Oddsstöðum
- Íbúar í Grafarholti
- Íbúar á Sandi
- Íbúar í Vinaminni
- Íbúar á Túnsbergi
- Íbúar í Skálholti yngra
- Íbúar í Hraunbúðum
- Íbúar við Kirkjuveg
- Íbúar við Strandveg
- Íbúar við Urðaveg
- Íbúar við Vesturveg
- Íbúar við Dalhraun