Unnur Magnea Sigurðardóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Unnur Magnea Sigurðardóttir húsfreyja, síðast í Bandaríkjunum fæddist 3. maí 1932 á Akri við Landagötu 17 og lést 30. október 1967.
Foreldrar hennar voru Magnea Gísladóttir frá Björnskoti u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 7. júní 1893, d. 10. febrúar 1975, og barnsfaðir hennar Sigurður Ágúst Þorláksson frá Reykjavík, verkamaður, f. 10. ágúst 1905, d. 31. júlí 1977.

Börn Magneu og Magnúsar Þórðarson :
1. Hafsteinn Magnússon kyndari, f. 17. júní 1913, d. 30. desember 2002.
2. Axel Hálfdán Magnússon sjómaður, símsmiður, f. 28. maí 1914 í Litla-Hvammi, d. 8. janúar 2000.
3. Þorbjörn Ólafur Maríus Magnússon sjómaður, f. 19. september 1916 í Litla-Hvammi, d. í apríl 1943.
Börn Magneu og Guðmundar Gunnarssonar :
4. Anna Jóhanna Guðmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 13. desember 1920 á Minna-Núpi, d. 14. júní 1988.
5. Guðný Gunnþóra Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 16. september 1923 á Hrauni, d. 3. janúar 2004.
6. Sigríður Marta Guðmundsdóttir, f. 30. desember 1926 í Eyjum, síðast í Bandaríkjunum, d. 29. október 2013.
Barn Magneu og Sigurðar Þorlákssonar:
7. Unnur Magnea Sigurðardóttir, síðast í Bandaríkjunum, f. 3. maí 1932 á Akri, d. 30. október 1967.

Unnur var með móður sinni, á Akri við Landagötu 17 og í Árbæ við Brekastíg 7a, flutti úr bænum á fimmta áratugnum.
Þau Haraldur giftu sig, eignuðust tvö börn, en skildu.
Þau James giftu sig, bjuggu í Bandaríkjunum.

I. Maður Unnar Magneu, (1950, skildu), var Haraldur Ársælsson sjómaður, farmaður, síðast sundlaugarvörður, f. 11. mars 1920, d. 20. júlí 2006. Foreldrar hans voru Ársæll Brynjólfsson, f. 11. mars 1888, d. 27. júní 1960, og Arndís Helgadóttir, f. 8. janúar 1893, d. 20. júní 1986.
Börn þeirra:
1. Magnea Guðrún Haraldsdóttir, býr í Bandaríkjunum, f. 15. október 1950. Maður hennar Gottskálk Björnsson.
2. Jón Helgi Haraldsson, býr í Reykjavík, f. 3. janúar 1952.

II. Maður Unnar Magneu, James Milton Gross, f. 8. janúar 1928.
Börn þeirra ókunn.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.