Anna Jóhanna Guðmundsdóttir (Minna-Núpi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Anna Jóhanna Guðmundsdóttir húsfreyja í Rvk fæddist 13 desember 1920 á Fáskrúðsfirði og lést 14. júní 1988.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Gunnarsson vélstjóri, seglasaumari, f. 21. október 1884 á Ósi í Breiðdal, S.-Múl., d. 17. október 1965, og sambúðarkona hans Magnea Gísladóttir frá Minna-Núpi, húsfreyja, f. 7. júní 1893, d. 10. febrúar 1975.
Fósturmóðir Önnu Jóhönnu var Anna Friðrikka Samúelsdóttir Michelsen, f. 5. maí 1865, d. 21. febrúar 1934.

Börn Magneu og Guðmundar:
1. Anna Jóhanna Guðmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 13. desember 1920 á Minna-Núpi, d. 14. júní 1988.
2. Guðný Gunnþóra Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 16. september 1923 á Hrauni, d. 3. janúar 2004.
3. Sigríður Marta Guðmundsdóttir Miolla, f. 30. desember 1926 í Eyjum, síðast í Bandaríkjunum, d. 29. október 2013.
Börn Magneu og Magnúsar Þórðarsonar:
4. Hafsteinn Magnússon kyndari, f. 17. júní 1913, d. 30. desember 2002.
5. Axel Hálfdán Magnússon sjómaður, símsmiður, f. 28. maí 1914 í Litla-Hvammi, d. 8. janúar 2000.
6. Þorbjörn Ólafur Maríus Magnússon sjómaður, f. 19. september 1916 í Litla-Hvammi, d. í apríl 1943.
Barn Magneu og Sigurðar Ágústs Þorlákssonar í Reykjavík:
7. Unnur Magnea Sigurðardóttir, síðast í Bandaríkjunum, f. 3. maí 1932 á Akri, d. 30. október 1967.

Anna Jóhanna flutti til Eyja með foreldrum sínum og síðan til Rvk. Hún eignaðist tvö börn með Mons Olsen.

I. Barnsfaðir Önnu Jóhönnu var Mons Olsen verkamaður í Rvk, síðar í Kanada, f. 9. júní 1917, drukknaði 1968.
Börn þeirra:
1. Marteinn Guðmundur Olsen sjómaður, f. 20. febrúar 1938, d. 9. maí 1999.
2. Drengur Olsen.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.