Guðný Gunnþóra Guðmundsdóttir
Guðný Gunnþóra Guðmundsdóttir frá Akri, húsfreyja fæddist 16. september 1923 á Hrauni og lést 3. janúar 2004 á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Gunnarsson vélstjóri, seglasaumari, f. 21. október 1884 á Ósi í Breiðdal, S.-Múl., d. 17. október 1965, og sambúðarkona hans Magnea Gísladóttir frá Minna-Núpi, húsfreyja, f. 7. júní 1893, d. 10. febrúar 1975.
Börn Magneu og Guðmundar:
1. Anna Jóhanna Guðmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 13. desember 1920 á Minna-Núpi, d. 14. júní 1988.
2. Guðný Gunnþóra Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 16. september 1923 á Hrauni, d. 3. janúar 2004.
3. Sigríður Marta Guðmundsdóttir Miolla, f. 30. desember 1926 í Eyjum, síðast í Bandaríkjunum, d. 29. október 2013.
Börn Magneu og Magnúsar Þórðarsonar:
4. Hafsteinn Magnússon kyndari, f. 17. júní 1913, d. 30. desember 2002.
5. Axel Hálfdán Magnússon sjómaður, símsmiður, f. 28. maí 1914 í Litla-Hvammi, d. 8. janúar 2000.
6. Þorbjörn Ólafur Maríus Magnússon sjómaður, f. 19. september 1916 í Litla-Hvammi, d. í apríl 1943.
Barn Magneu og Sigurðar Ágústs Þorlákssonar í Reykjavík:
7. Unnur Magnea Sigurðardóttir, síðast í Bandaríkjunum, f. 3. maí 1932 á Akri, d. 30. október 1967.
Guðný var með foreldrum sínum í æsku.
Hún flutti til Reykjavíkur 18 ára.
Guðný vann um tíma verslunarstörf í Álnabæ í Keflavík.
Þau Sigurhans giftu sig 1942, eignuðust sex börn. Þau bjuggu á Laugavegi 93 til 1951, en fluttu þá til Keflavíkur og bjuggu þar síðan.
Sigurhans lést 1993 og Guðný 2004.
I. Maður Guðnýjar, (6. júní 1942), var Sigurhans Snæbjörn Sigurhansson skipstjóri, síðar birgðavörður, f. 3. desember 1920 í Reykjavík, d. 19. maí 1993. Kjörforeldrar hans voru Sigurhans Hannesson silfursmiður, rennismiður, verkstjóri, f. 26. október 1885 í Hraungerðishreppi, Árn., d. 10. desember 1966, og kona hans Magnea Einarsdóttir húsfreyja, f. 6. febrúar 1886 á Eyrarbakka.
Börn þeirra:
1. Hrafn Sigurhansson viðskiptafræðingur, f. 13. október 1942, d. 19. mars 2019.
2. Magni Sverrir Sigurhansson stýrimaður, f. 16. október 1943.
3. Signý Hrönn Sigurhansdóttir húsfreyja, f. 21. júní 1947.
4. Anna Dóra Sigurhansdóttir ljósmóðir, f. 30. júlí 1954.
5. Guðný Gunnþóra Sigurhansdóttir húsfreyja, f. 10. mars 1956.
6. Sigríður Birna Sigurhansdóttir húsfreyja, f. 23. maí 1958.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 18. janúar 2004. Minning.
- Prestþjónustubækur.
- Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.