Unnar Jónsson (sjómaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Unnar Jónsson.

Unnar Jónsson frá Neskaupstað, sjómaður fæddist þar 7. mars 1957 og lést 6. október 2005 á Sjúkrahúsinu..
Foreldrar hans voru Jón Pálsson, f. 20. desember 1919, d. 27. október 2003, og Vilborg Sigurjónsdóttir, f. 25. júní 1921, d. 13. ágúst 1997.

Börn Vilborgar og Jóns – í Eyjum:
1. Pálmar Jónsson, f. 16. júlí 1946, d. 18. desember 2021.
2. Unnar Jónsson, f. 7. mars 1957, d. 6. október 2005.

Unnar var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Hafnarfjarðar 1964 og til Eyja 1972, bjó með þeim í Langholti við Vestmannabraut 48A.
Hann lauk námi í Stýrimannaskólanum í Eyjum 1989.
Unnar starfaði alla starfsævi sína á sjó, lengst var hann á Hugin VE, einnig Jóni Vídalín, en síðast á Bylgjunni.
Hann eignaðist barn með Birnu 1978.
Þau Ingibjörg Andrea giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Faxastíg 33 og Bröttugötu 4.
Unnar lést 2005.

I. Barnsmóðir Unnars er Birna Sigfúsdóttir, f. 7. maí 1959.
Barn þeirra:
1. Sigfús Atli Unnarsson, f. 5. mars 1978 í Neskaupstað. Barnsmóðir hans Hjördís Inga Magnúsdóttir.

II. Kona Unnars er Ingibjörg Andrea Brynjarsdóttir húsfreyja, f. 17. apríl 1964 á Akureyri. Foreldrar hennar Brynjar Óli Einarsson, f. 17. september 1936, d. 27. júní 1984 og Guðrún Ólafsdóttir, f. 29. júní 1944.
Börn þeirra:
2. Brynjar Smári Unnarsson, f. 1. október 1984.
3. Gunnar Ingi Unnarsson, f. 11. febrúar 1990.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.