Hjördís Inga Magnúsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Hjördís Inga Magnúsdóttir, húsfreyja, bryti á Herjólfi fæddist 6. október 1981 í Eyjum.
Foreldrar hennar Sigrún Hjörleifsdóttir, húsfreyja, f. 25. ágúst 1962, og barnsfaðir hennar Páll Heiðar Högnason, frá Vík í Mýrdal, vélstjóri, f. 22. september 1961. Hún tók sér föðurnafnið Magnúdóttir.

Hjördís er bryti á Herjólfi.
Þau Sigfús Atli hófu sambúð, eignuðust tvö börn, en skildu.
Þau Bjartmar hófu sambúð, eignuðust tvö börn, en skildu.
Þau Atli Már giftu sig 2021, bjuggu við Boðaslóð 11, búa nú við Illugagötu 19, eiga ekki börn saman.

I. Fyrrum sambúðarmaður Hjördísar er Sigfús Atli Unnarsson, f. 5. mars 1978. Foreldrar hans Unnar Jónsson, sjómaður, f. 7. mars 1957, d. 6. október 2005, og barnsmóðir hans Birna Sigfúsdóttir, f. 7. maí 1959.
Börn þeirra:
1. Anton Már Sigfússon, f. 18. desember 2001 í Eyjum.
2. Adam Smári Sigfússon, f. 19. apríl 2004 í Eyjum.

II. Fyrrum sambúðarmaður Hjördísar er Bjartmar S. Sigurðsson, frá Seyðisfirði, f. 10. febrúar 1968. Foreldrar hans Sigurður Sigurgeirsson, f. 2. febrúar 1935, d. 12. október 1991, og Katrín Aðalbergsdóttir, f. 16. júní 1935.
Börn þeirra:
3. Védís Eva Bjartmarsdóttir, f. 17. janúar 2010 í Neskaupstað.
4. Auðun Elí Bjartmarsson, f. 6. júlí 2012 í Rvk.

III. Maður Hjördísar er Atli Már Magnússon, sjómaður, f. 18. júlí 1976. Foreldrar hans Magnús Jóhannsson, f. 20. september 1958, og Jónína Sigurðardótttir, f. 4. september 1959.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.