Theodóra J. Þórarinsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Theodóra Jóna Þórarinsdóttir húsfreyja, starfsmaður á leikskóla, öryrki fæddist 1. september 1953 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Steindór Þórarinn Grímsson frá Reynifelli, bifreiðastjóri, f. 31. desember 1924 í Sjávarborg, d. 28. maí 1997, og fyrri kona hans Guðný Erla Guðjónsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 24. apríl 1932 á Geirseyri, d. 24. apríl 2016.

Börn Erlu og Þórarins:
1. Theodóra Þórarinsdóttir húsfreyja, starfsmaður á leikskóla, öryrki, f. 1. september 1953. Maður hennar Birgir Bernódusson, látinn.
2. Guðjón Þór Þórarinsson rennismiður, f. 20. júlí 1960. Barnsmóðir hans Ragnheiður Helen Ólafsdóttir. Sambúðarkona hans Elín Kristjánsdóttir.

Theodóra var með foreldrum sínum fyrstu ár sín. Hún fylgdi þeim til Eyja 1963. Þau skildu 1967. Móðir hennar giftist Erni Aanes 1969, en þau skildu 1996.
Eftir hefðbundna skólagöngu vann hún verkakvennavinnu. Síðar vann hún á leikskólanum Sóla.
Þau Birgir giftu sig 1975, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Görðum, í Framtíð við Hásteinsveg 11, á Hólagötu 7 og höfðu nýlega flutt á Áshamar 75, er Birgir fórst með vélbátnum Ver 1979.
Theodóra fluttist í Garðabæ 1985 og býr þar.

I. Maður Theodóru, (23. ágúst 1975), var Birgir Bernódusson stýrimaður, f. 4. apríl 1946, drukknaði 1. mars 1979.
Barn þeirra:
1. Rakel Birgisdóttir ráðgjafi, f. 11. febrúar 1976. Maður hennar Geir Leó Guðmundsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.