Sveinn Garðar Garðarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sveinn Garðar Garðarsson.

Sveinn Garðar Garðarsson vélvirki fæddist 5. mars 1970 í Rvk.
Kjörforeldrar hans voru Garðar Sveinsson frá Arnarstapa við Fjólugötu 2, f. 11. mars 1931 í Hafnarfirði, d. 8. janúar 2016, og kona hans Guðný Lára Ágústsdóttir frá Fáskrúðsfirði, húsfreyja, f. 20. nóvember 1931.

Börn Láru og Garðars:
1. Unnur Garðarsdóttir húsfreyja á Akureyri, f. 27. febrúar 1954 á Selfossi. Fyrrum maður hennar Egill Ómar Grettisson. Maður hennar Kristinn Vilhjálmur Daníelsson.
2. Gústav Garðarsson sölufulltrúi í Hafnarfirði, f. 4. apríl 1956 í Eyjum. Fyrrum kona hans Guðlaug Katrín Þórðardóttir. Kona hans Anna Kristín Jóhannesdóttir.
3. Sigurlaug Garðarsdóttir leiðbeinandi á leikskóla í Hafnarfirði, f. 3. maí 1962 í Eyjum. Maður hennar Bjarnfreður Ármannsson.
Kjörsonur þeirra, sonur Unnar dóttur þeirra:
4. Sveinn Garðar Garðarsson vélvirki í Hafnarfirði, f. 5. mars 1970 í Reykjvík. Sambúðarkona hans Þorgerður Guðrún Jónsdóttir.

Sveinn var með kjörforeldrum sínum í æsku.
Hann lærði vélvirkjun.
Þau Þorgerður hófu sambúð, eignuðust eitt barn, (þannig 1996), og Sveinn fóstraði barn Þorgerðar.

I. Sambúðarkona Sveins er Þorgerður Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 22. maí 1965. Foreldrar hennar Jón Sigurður Rósinberg Pálmason, f. 30. desember 1944 á Varmalæk í Lýtingsstaðahreppi, Skagaf., og kona hans Magnea Guðrún Gunnarsdóttir, húsfreyja, skrifstofumaður, f. 31. júlí 1945.
Barn þeirra:
1. Ísabella Sveinsdóttir, f. 2. maí 1996 í Rvk.

Barn Þorgerðar og Símonar Þorleifssonr, og fósturbarn Sveins:
2. Klara Ágústa Símonardóttir, f. 31. mars 1984.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.