Svana Pétursdóttir (Karlsbergi)
Svana Pétursdóttir, húsfreyja fæddist 4. september 1948.
Foreldrar hennar voru Guðni Pétur Sigurðsson vélstjóri, skipstjóri, síðast á Eyrarbakka, f. 30. júlí 1921 á Hjalla, d. 16. mars 2012, og kona hans Guðríður Ólafsdóttir frá Fagradal í Mýrdal, húsfreyja, síðast á Eyrarbakka, f. 21. október 1919, d. 21. október 1984.
Börn Péturs og Guðríðar:
1. Sigurður Erling Pétursson skipstjóri, útgerðarmaður, bóndi, f. 25. október 1942.
2. Sigrún Pétursdóttir húsfreyja, f. 19. september 1944.
3. Erla Pétursdóttir húsfreyja, f. 5. febrúar 1947.
4. Svana Pétursdóttir húsfreyja, f. 4. september 1948.
5. Ingibjörg Pétursdóttir húsfreyja, f. 6. febrúar 1952.
6. Guðrún Pétursdóttir húsfreyja, f. 10. júlí 1956.
Þau Jón giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Áshamar 44.
I. Maður Svönu var Jón Halldórsson, sjómaður, vélstjóri, útgerðarstjóri, f. 14. júní 1950, d. 21. aprí 2019.
Börn þeirra:
1. Guðríður Jónsdóttir, f. 26. mars 1972.
2. Valgerður Jóna Jónsdóttir, f. 17. mars 1973.
3. Svandís Jónsdóttir, f. 14. júní 1980.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið. Minning Jóns.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.