Svanþrúður Frímannsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Svanþrúður Frímannsdóttir.

Svanþrúður Frímannsdóttir frá Hafnarfirði, húsfreyja fæddist þar 7. janúar 1930 og lést 20. janúar 2010 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Frímann Þórðarson málari, f. 23. apríl 1893, d. 3. júní 1979, og kona hans Guðrún Ólafsdóttir húsfreyja, f. 16. febrúar 1893, d. 9. júní 1979.

Svanþrúður var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann við aðhlynningu á Vífilsstöðum og á Landspítalanum.
Þau Sigurvin giftu sig 1948, eignuðust þrjú börn saman og ættleiddu barn. Þau bjuggu á Kirkjuvegi 70b í Eyjum, á Markarflöt 57 í Garðabæ, síðast á Laufvangi 6 í Hafnarfirði.
Sigurvin lést 1997 og Svanþrúður 2010.

I. Maður Svanþrúðar, (10. janúar 1948), var Sigurvin Snæbjörnsson frá Hergilsey, byggingameistari, f. 29. mars 1926, d. 16. janúar 1997.
Börn þeirra:
1. Guðný Sigurvinsdóttir læknaritari, f. 28. nóvember 1947. Maður hennar Kristinn Atlason.
2. Guðný Ólafsdóttir Sigurvinsdóttir, kjördóttir, dóttir Steinunnar systur Sigurvins, býr í Danmörku, f. 5. október 1950. Maður hennar Kaare Solem
3. Sif Sigurvinsdóttir læknaritari, f. 5. desember 1951.. Maður hennar Jón L. Sigurðsson.
4. Ethel Brynja Sigurvinsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 29. maí 1956. Maður hennar Daníel Sigurðsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.