Steinunn Árnadóttir (Mörk)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Steinunn með Trausta syni sínum.

Steinunn Árnadóttir frá Stóra-Dal í Mýrdal, húsfreyja í Mörk fæddist 12. júlí 1892 í Stóra-Dal og lést 6. september 1971.
Foreldrar hennar voru Árni Árnason bóndi á Skammadalshóli í Mýrdal, í Stóra-Dal og Fjósum í Mýrdal, f. 6. febrúar 1850, d. 24. júní 1897, og kona hans Guðríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 1. september 1852, d. 21. febrúar 1928.

Steinunn var með foreldrum sínum meðan beggja naut við, í Stóra-Dal í Mýrdal til 1896. Hún var með þeim í Fjósum í Mýrdal 1896-1897, er faðir hennar lést. Hún var með móður sinni þar til 1900, með henni í Neðri-Dal í Mýrdal 1900-1903, hjá bróður sínum þar 1903-1911, í Norður-Hvammi þar 1911-1912.
Steinunn var vinnukona í Vík 1912-1914 og aftur 1915-1918 og eignaðist Trausta þar 1917, var á Ketilsstöðum þar 1918-1919 með Trausta hjá sér, í Norður-Hvammi 1919-1920 með Trausta. Hún var húskona með Trausta son sinn hjá sér í Vík 1919-1921.
Þau Jón fluttu með Trausta til Eyja 1921 og Steinunn eignaðist Ásu Guðrúnu á Skjaldbreið 1922. Þau bjuggu á Ekru 1924 og 1925. Þau voru komin í Mörk 1927 og bjuggu þar síðan.
Jón lést 1953 og Steinunn 1971.

I. Sambúðarmaður Steinunnar var Jón Tómasson sjómaður, skipstjóri, f. 3. desember 1895 í Arnartungu í Staðarsveit á Snæfellsnesi, d. 28. september 1953.
Börn þeirra:
1. Trausti Jónsson, f. 11. janúar 1917, d. 2. janúar 1994.
2. Ása Guðrún Jónsdóttir, f. 25. september 1922, d. 17. janúar 2010.
3. Margrét Jónsdóttir, f. 6. febrúar 1924, d. 25. desember 1992.
4. Tryggvi Jónsson, f. 11. mars 1925, d. 28. júlí 2014.
5. Bragi Jónsson, f. 30. ágúst 1931, d. 11. mars 2004.
6. Tómas Jónsson, f. 13. janúar 1933, d. 6. ágúst 1947.
7. Andvana stúlka, f. 11. september 1936.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.