Guðríður Jónsdóttir (Reynisdal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðríður Jónsdóttir frá Reynisdal í Mýrdal, húsfreyja fæddist þar 1. september 1852 og lést 21. febrúar 1928 í Norður-Hvammi þar.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson frá Stóra-Dal í Mýrdal, bóndi í Reynisdal þar, f. 18. nóvember 1815 í Stóra-Dal, d. 16. apríl 1854 í Reynisdal, og kona hans Ólöf Gísladóttir frá Arnardrangi í Landbroti, V.-Skaft., húsfreyja, f. þar 8. nóvember 1816, d. 3. mars 1894 á Stóru-Heiði.

Guðríður var hjá foreldrum sínum í Reynisdal til 1854, hjá móður sinni og stjúpa í Stóra-Dal 1860-1871/5.
Þau Árni giftu sig 1875, eignuðust 8 börn og Árni eignaðist eitt barn með annarri konu. Þau bjuggu í Skammadalshól í Mýrdal 1875-1887, í Stóra-Dal þar 1887-1896, í Fjósum þar 1896-1897, er Árni lést. Hún bjó ekkja þar til 1900, bjó ekkja í Neðri-Dal 1900-1903, var hjá syni sínum þar 1903-1911, í Norður-Hvammi 1911-1918 og aftur 1920-1923.
Guðríður flutti til Eyja 1923 og dvaldi hjá Ólöfu dóttur sinni til 1927, í Nikhól, á Kirkjuhól og Fögruvöllum, sneri til Mýrdals, þegar Ólöf flutti til Stokkseyrar, var hjá syni sínum í Norður-Hvammi 1927 til dánardægurs.
Hún lést 1928.

I. Maður Guðríðar, (15. október 1875), var Árni Árnason bóndi, f. 6. febrúar 1850 á Brekkum í Mýrdal, d. 24. júní 1897 í Fjósum þar.
Börn þeirra:
1. Jón Árnason bóndi í Neðri-Dal, f. 10. ágúst 1877, d. 4. nóvember 1964.
2. Ólöf Árnadóttir, f. 21. apríl 1879, d. 7. ágúst 1883.
3. Guðrún Árnadóttir, f. 6. desember 1880, d. sama dag.
4. Ólöf Guðríður Árnadóttir, f. 23. febrúar 1884, d. 17. mars 1972.
5. Guðrún Jónína Árnadóttir, f. 19. júlí 1886, d. 27. sama mánaðar.
6. Halldór Árnason vinnumaður, f. 1. ágúst 1887, drukknaði við Landeyjasand 5. febrúar 1919.
7. Guðjón Árnason vinnumaður, sjómaður, f. 3. september 1889.
8. Steinunn Árnadóttir húsfreyja í Mörk, f. 12. júlí 1892, d. 6. september 1971.
Barn Árna með Vigdísi Jónsdóttur:
9. Jón Árnason, f. 18. desember 1879, d. sama dag.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.