Margrét Jónsdóttir (Mörk)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Margrét Jónsdóttir.

Margrét Jónsdóttir frá Mörk, húsfreyja í Tobbakoti í Djúpárhreppi, Rang. fæddist 6. febrúar 1924 á Ekru og lést 25. desember 1992 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Jón Tómasson sjómaður, skipstjóri í Mörk, f. 3. desember 1896 í Arnartungu í Staðarsveit á Snæfellsnesi, d. 28. september 1953, og kona hans Steinunn Árnadóttir húsfreyja, f. 12. júlí 1892 í Stóra-Dal u. V.-Eyjafjöllum, d. 6. september 1971.

Börn Steinunnar og Jóns:
1. Trausti Jónsson, f. 11. janúar 1917, d. 2. janúar 1994.
2. Ása Guðrún Jónsdóttir, f. 25. september 1922, d. 17. janúar 2010.
3. Margrét Jónsdóttir, f. 6. febrúar 1924, d. 25. desember 1992.
4. Tryggvi Jónsson, f. 11. mars 1925, d. 28. júlí 2014.
5. Bragi Jónsson, f. 30. ágúst 1931, d. 11. mars 2004.
6. Tómas Jónsson, f. 13. janúar 1933, d. 6. ágúst 1947.
7. Andvana stúlka, f. 11. september 1936.

Margrét var með foreldrum sínum til fullorðinsára.
Hún var húsfreyja og verkakona.
Hún eignaðist barn með Guðjóni Tryggva 1958.
Margrét varð sambýliskona Kristjóns og þau bjuggu í Tobbakoti frá 1964-1990. Þau áttu ekki barn saman, slitu samvistum.
Margrét flutti til Eyja, bjó síðast á Hólagötu 36.
Hún lést 1992.

I. Barnsfaðir Margrétar var Guðjón Tryggvi Þorfinnsson skólastjóri í Reykjavík, f. 2. ágúst 1917, d. 21. september 1971.
Barn þeirra:
1. Örn Bragi Guðjónsson vélaeftirlitsmaður á Selfossi, f. 11. nóvember 1958. Kona hans Sigurlín Guðný Ingvarsdóttir.

II. Fyrrum sambúðarmaður Margrétar var Kristjón Pálmarsson bóndi í Tobbakoti, f. 13. maí 1927 á Unhól í Djúpárhreppi, d. 24. apríl 2010. Foreldrar hans voru Pálmar Jónsson bóndi í Unhól, f. 9. júní 1899, d. 7. mars 1971, og kona hans Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 7. mars 1901 í Þúfu í V.-Landeyjum, d. 18. desember 1989 í Reykjavík.
Þau voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.