Jóna Guðbjörg Steinsdóttir (Múla)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Jóna Guðbjörg Steinsdóttir.

Jóna Guðbjörg Steinsdóttir frá Múla, húsfreyja fæddist þar 6. júní 1928 og lést 30. janúar 2019 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Steinn Ingvarsson frá Minna-Hofi á Rangárvöllum, bóndi, verkamaður, síðar framfærslufulltrúi, f. 23. október 1892, d. 1. mars 1983, og kona hans Þorgerður Vilhjálmsdóttir frá Múla, húsfreyja, f. 12. ágúst 1903 á Oddsstöðum, d. 29. september 1990.

Börn Þorgerðar og Steins:
1. Sigríður Steinsdóttir húsfreyja, f. 1. mars 1925. Maður hennar var Sveinn Hróbjartur Magnússon sjómaður, smiður, lögreglumaður, handavinnukennari, f. 22. júlí 1921, d. 26. september 2008.
2. Jóna Guðbjörg Steinsdóttir húsfreyja, f. 6. júní 1928, d. 30. janúar 2019. Maður hennar er Hilmar Guðlaugsson múrari, f. 2. desember 1930.
3. Guðbjörg Þóra Steinsdóttir, f. 20. mars 1931. Maður hennar var Finnbogi Árnason rafvirkjameistari, f. 5. maí 1930, d. 1. nóvember 2019.
4. Guðrún Steinsdóttir húsfreyja, f. 22. september 1935, d. 7. október 2017. Maður hennar er Jóhann Guðmundur Ólafsson sjómaður, verkstjóri, f. 15. apríl 1935.

Jóna Guðbjörg var með foreldrum sínum í æsku.
Hún var verslunarmær á Múla 1945, og með nýfætt barn sitt þar 1949.
Síðustu starfsár sín vann hún hjá Íslandspósti, og prjónaði lopapeysur fyrir Handprjónasambandið.
Þau Hilmar giftu sig 1950, eignuðust þrjú börn. Þau áttu heimili við Háaleitisbraut, í Grafarvogi, en bjuggu síðast að Rauðhömrum 12 í Reykjavík og þar býr Hilmar nú.
Jóna Guðbjörg lést 2009.

I. Maður Jón Guðbjargar, (24. desember 1950 í Eyjum), er Hilmar Guðlaugsson múrarameistari, þá á Hringbraut 54 í Reykjavík, f. 2. desember 1930 á Njarðarstíg 15 þar. Kynfaðir Hilmars var Svafar Dalmann Þorvaldsson, f. 4. janúar 1910, d. 14. febrúar 1980. Kjörfaðir hans var Guðlaugur Júlíus Þorsteinsson sjómaður, stýrimaður, fisksali og hafnsögumaður í Reykjavík, f. 27. júlí 1909, d. 9. september 1974, og móðir hans var Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 18. júní 1911, d. 28. október 2014.
Börn þeirra:
1. Steingerður Hilmarsdóttir húsfreyja, f. 6. ágúst 1949 á Múla. Maður hennar er Bjarni Pétur Magnússon.
2. Guðlaugur Rúnar, f. 10. maí 1953. Kona hans var Sigrún Magnúsdóttir, f. 29. janúar 1953, látin. Sambýliskona er Ásta Ástþórsdóttir.
3. Atli Hilmarsson, f. 23. desember 1959. Kona hans er Hildur K. Arnardóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.