Stefanía Sólveig Þorsteinsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Stefanía Sólveig Þorsteinsdóttir, f. 25. júní 1949 á Ásavegi 14.
Foreldrar hennar voru Þorsteinn Steinsson vélsmíðameistari, f. 30. júní 1901, d. 21. október 1982, og kona hans Sigurlaug Guðnadóttir húsfreyja, f. 15. ágúst 1910, d. 9. október 1974.

Börn Sigurlaugar og Þorsteins:
1. Unnsteinn Þorsteinsson, f. 3. apríl 1932 á Selalæk við Vesturveg 26. Kona hans Rut Árnadóttir, látin.
2. Guðni Þorsteinsson, f. 26. desember 1933 á Selalæk, Vesturvegi 26, d. 25. janúar 2016. Kona hans Júlíana G. Ragnarsdóttir, látin.
3. Trausti Þorsteinsson, f. 21. apríl 1939 á Ásavegi 14. Kona hans Erla Þorkelsdóttir.
4. Stefanía Solveig Þorsteinsdóttir, f. 25. júní 1949 á Ásavegi 14. Maður hennar Sverrir Baldvinsson.

Stefanía var með foreldrum sínum í æsku.
Hún var ,,í sveit“ á sumrum, vann síðar á hóteli á Selfossi. Á síðari árum var hún skólaliði í Kópavogi.
Þau Sverrir giftu sig 1969, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu í Reykjavík, fluttu til Eyja 1969 og bjuggu á Ásavegi 14 til Goss 1973.
Þau festu sér bú á Kjarrhólma 34 í Kópavogi og hafa búið þar.

I. Maður Stefaníu Sólveigar, (15. febrúar 1969 í Eyjum), er Sverrir Baldvinsson múrari, f. 4. apríl 1944 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Þorsteinn Sverrisson verktaki, f. 22. október 1967 í Reykjavík. Kona hans Eva Elísabet Jónasardóttir.
2. Svavar Sverrisson skrúðgarðyrkjumeistari, f. 13. desember 1968 í Eyjum. Kona hans Þórný Snædal.
3. Sigurþór Sverrisson verktaki, f. 20. júní 1975. Sambúðarkona Heiða Sigurðardóttir.
4. Sigurlaug Sverrisdóttir lyfjatæknir, f. 7. janúar 1977. Maður hennar Gunnar Karl Árnason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.