Jóel Jóhannsson (Götu)
Jóel Jóhannsson frá Götu við Herjólfsgötu 12, sjómaður fæddist 20. febrúar 1911 og lést 20. október 1955.
Foreldrar hans voru Jóhann Guðmundsson sjómaður, verkamaður, f. 18. ágúst 1863 í Skíðbakkahjáleigu í A-Landeyjum, d. 25. október 1923, og kona hans Guðný Stefánsdóttir húsfreyja, f. 15. mars 1864 í Ysta-Skála u. Eyjafjöllum, d. 2. mars 1941.
Börn Guðnýjar og Jóhanns í Eyjum:
1. Kristmundur Jóhannes Jóhannsson sjómaður, bifreiðastjóri, verkamaður, síðar í Reykjavík, f. 19. október 1899, d. 26. febrúar 1971.
2. Stefanía Jóhannsdóttir húsfreyja, síðar í Reykjavík, f. 20. mars 1902, d. 6. október 1997.
3. Guðni Jóhannsson skipstjóri, síðar á Seltjarnarnesi, f. 8. október 1905, d. 2. nóvember 1985.
4. Jóel Jóhannsson sjómaður, síðar í Reykjavík, f. 20. febrúar 1911, d. 20. október 1955.
Fósturbarn þeirra var
5. María Konráðsdóttir, síðar húsfreyja í Biskupstungum og Hveragerði, f. 9. september 1916, d. 16. mars 2003.
Jóel varð sjómaður, flutti til Reykjavíkur.
Hann var ókvæntur og barnalaus.
Jóel lést 1955.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.