Jóhann Guðmundsson (Götu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jóhann Guðmundsson í Götu, bóndi, sjómaður í Eyjum fæddist 18. ágúst 1863 í Skíðbakkahjáleigu í A-Landeyjum og lést 25. október 1923 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Guðmundur Halldórsson bóndi, f. 23. apríl 1832, d. 9. janúar 1900, og kona hans Elín Sigurðardóttir húsfreyja, f. 25. mars 1932, d. 14. janúar 1897.

Jóhann tók við búi í Skíðbakkahjáleigu 1897 og bjó þar til 1901. Hann kvæntist Guðnýju 1901 og þau bjuggu á Sjónarhól III, (Bakka) á Stokkseyri 1901-1910.
Þau fluttust til Eyja frá Sjónarhól 1910, bjuggu í fyrstu í Péturshúsi, voru á Gjábakka 1911-1913, leigjendur á Sæbergi 1914-1916, í Götu 1917-1923.
Jóhann lést 1923.

Kona Jóhanns, (12. nóvember 1901), var Guðný Stefánsdóttir húsfreyja, f. 15. mars 1864, d. 2. mars 1941.
Börn þeirra voru:
1. Kristmundur Jóhannes Jóhannsson verkamaður, síðar í Reykjavík, f. 19. október 1899, d. 26. febrúar 1971.
2. Stefanía Jóhannsdóttir húsfreyja, síðar í Reykjavík, f. 20. mars 1902, d. 6. október 1997.
3. Guðni Jóhannsson skipstjóri, síðar á Seltjarnarnesi, f. 8. október 1905, d. 2. nóvember 1985.
4. Jóel Jóhannsson sjómaður, síðar í Reykjavík, f. 20. febrúar 1911, d. 20. október 1955.
Fósturbarn þeirra var
5. María Konráðsdóttir, síðar húsfreyja í Biskupstungum og Hveragerði, f. 9. september 1916, d. 16. mars 2003.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.