Störker Hermansen

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Störker Cedrup Hermansen frá Lofoten í Noregi, vélstjóri, járnsmiður, pípulagningamaður fæddist 19. febrúar 1888 og lést 26. maí 1952.

Þau Anna Bentine giftu sig, eignuðust þrjú börn.
Anna lést 1926.
Börn þeirra ólust upp í Eyjum.
Þau Jóhanna giftu sig 1927, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Ásbyrgi.
Störker Hermansen lést 1952 og Jóhanna 1970.

I. Kona Störkers var Anna Bentine Hermansen, f. 1896, d.1926.
Börn þeirra:
1. Anný Sofie Kristófersson , f. 12. apríl 1918, d. 25. nóvember 1965. Hún varð bóndi í Mið-Dal undir Eyjafjöllum, gift Högna Kristóferssyni bónda.
2. Margret Kristine (Gréta) Hermansen, f. 17. október 1920, d. 30. júlí 1991. Hún giftist breskum manni og bjó ytra.
3. Aubert Herman Hermansen, f. 26. maí 1922, d. 30. maí 1939, hrapaði í Flugum.

II. Kona Störkers Hermansen, (2. júlí 1927), var Jóhanna Jósefína Erlendsdóttir húsfreyja, f. 5. júlí 1888, d. 3. september 1970.
Börn Jóhönnu og Störkers Hermansen:
4. Guðni Agnar Hermansen listmálari, málarameistari, f. 28. mars 1928, d. 21. september 1989.
5. Sveinbjörn Lárus Hermansen skrifstofumaður, f. 13. desember 1930, d. 22. júní 1987.
6. Erla Ágústa Björg Hermansen húsfreyja, f. 10. maí 1934, d. 10. september 2012.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.