Soffía Þorsteinsdóttir (verslunarmaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Soffía Þorsteinsdóttir.

Soffía Þorsteinsdóttir frá Hurðarbaki í Reykholtsdal, kennari, skrifstofu- og verslunarmaður fæddist 13. apríl 1911 og lést 17. apríl 2012.
Foreldrar hennar voru Þorsteinn Bjarnason bóndi, f. 25. nóvember 1877, d. 10. ágúst 1963, og kona hans Guðrún Sveinbjarnardóttir húsfreyja, f. 18. janúar 1879, d. 14. desember 1955.

Soffía lauk kennaraprófi 1932, átti námsdvöl í Zürich í Sviss 1934. Hún stundaði enskunám í The Polytechnic, London 1938-1939, sótti námskeið í Husållsskolan Margareta í Sytokkhólmi 1946.
Soffía var kennari í Barnaskólanum 1932-1933, kenndi í Reykjavík 1935.
Hún var skrifstofu- og verslunarmaður hjá Gunnari Ólafssyni & Company frá 1936-1972. Hún bjó í Vík við Bárustíg 13, í Goðasteini við Kirkjubæjarbraut 11, við Vesturveg 32, að síðustu við Hringbraut 50 í Reykjavík.
Soffía lést 2012.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.