Skafti G. Skaftason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Skafti Guðmundur Skaftason.

Skafti Guðmundur Skaftason framkvæmdastjóri, verkstjóri fæddist 28. janúar 1930 í Valhöll við Strandveg og lést 1. apríl 1995.
Foreldrar hans voru Skafti Guðmundsson, sjómaður á Seyðisfirði, f. 23. október 1905, drukknaði 6. apríl 1930, og barnsmóðir hans Bjarnhildur Þorláksdóttir, f. 10. ágúst 1903, d. 5. nóvember 1981.

Skafti var í Hafnarfirði 1930, í Reykjavík 1945.
Hann var lengi starfsmaður Togarafgreiðslunnar, en 1978 stofnaði hann fyrirtækið Tankahreinsun Skafta Skaftasonar og rak það til dánardægurs.
Þau Anna giftu sig 1952, eignuðust sex börn.
Þau Arndís Björnsdóttir giftu sig, voru barnlaus.

I. Kona Skafta, (2. maí 1952), var Anna Ólafsdóttir (Betsý), f. 25. maí 1928, d. 14. janúar 1985. Hún hét áður Betsy Elking Adelaide Frederikke Jacobsen.
Börn þeirra:
1. Súsanna Ollý Skaftadóttir, f. 24. mars 1954, d. 9. apríl 2017. Maður hennar Sveinn Sveinsson.
2. Sigurlína Auðbjörg Skaftadóttir, f. 7. júlí 1955. Maður hennar Kristinn Guðjónsson, látinn.
3. Bjarnhildur Rannveig Skaftadóttir Jacobsen, f. 24. janúar 1958. Maður hennar Magnús Sigurðsson.
4. Kjartan Skaftason, f. 29. desember 1959. Sambúðarkona hans Kristín Guðmundsdóttir.
5. Lísa Skaftadóttir húsfreyja í Eyjum, f. 17. janúar 1964, d. 21. mars 2007. Maður hennar Ragnar Þór Stefánsson.
6. Betsý María Skaftadóttir, f. 26. júlí 1970.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.