Lísa Skaftadóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Lísa Skaftadóttir.

Lísa Skaftadóttir húsfreyja fæddist 17. janúar 1964 í Reykjavík og lést 21. mars 2007.
Foreldrar hennar voru Skafti Guðmundur Skaftason verkstjóri, framkvæmdastjóri, f. 28. janúar 1930, d. 1. apríl 1995, og kona hans Anna Ólafsdóttir (Betsý Jacobsen) húsfreyja, f. 25. maí 1928, d. 14. janúar 1985.

Börn Önnu og Skafta:
1. Súsanna Ollý Skaftadóttir, f. 24. mars 1954, d. 9. apríl 2017. Maður hennar Sveinn Sveinsson.
2. Sigurlína Auðbjörg Skaftadóttir, f. 7. júlí 1955. Maður hennar Kristinn Guðjónsson, látinn.
3. Bjarnhildur Rannveig Skaftadóttir Jacobsen, f. 24. janúar 1958. Maður hennar Magnús Sigurðsson.
4. Kjartan Skaftason, f. 29. desember 1959. Sambúðarkona hans Kristín Guðmundsdóttir.
5. Lísa Skaftadóttir húsfreyja í Eyjum, f. 17. janúar 1964, d. 21. mars 2007. Maður hennar Ragnar Þór Stefánsson.
6. Betsý María Skaftadóttir, f. 26. júlí 1970.

Lísa var með foreldrum sínum.
Hún fór til Eyja 1987, vann hjá Ísfélaginu.
Lísa eignaðist barn með Guðna 1981.
Þau Ragnar giftu sig 1993, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Norðurgarði og við Hásteinsveg 17 til 1996, er þau fluttu til Reykjavíkur, en síðan við Engjaveg 32 á Selfossi.
Lísa lést 2007 af bifreiðaslysi.

I. Barnsfaðir Lísu er Gunnar Davíðsson, f. 25. febrúar 1959.
Barn þeirra:
1. Þórunn Lísa Guðnadóttir, f. 14. október 1981.

II. Maður Lísu, (8. júlí 1993), er Ragnar Þór Stefánsson frá Eystri-Norðurgarði, f. 11. nóvember 1961.
Börn þeirra:
2. Ómar Ragnarsson, f. 4. júlí 1993.
3. Hafdís Ragnarsdóttir, f. 4. júlí 1993.
4. Gunnar Þór Ragnarsson, f. 1. febrúar 1999.
5. Skafti Ragnarsson, f. 5. júní 2003.
Barn Lísu og fósturbarn Ragnars Þórs:
1. Þórnn Lísa Guðnadóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.