Sigfús J. B. Johnsen (prófessor)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigfús Jóhann Baldursson Johnsen.

Sigfús Jóhann Baldursson Johnsen jarðeðlisfræðingur, prófessor fæddist 27. apríl 1940 í Ögri við Ísafjarðardjúp og lést 5. júní 2013 á hjúkrunarheimilinu Slottet í Kaupmannahöfn.
Foreldrar hans voru Baldur Garðar Sigfússon Johnsen læknir, f. 24. október 1910, d. 7. febrúar 2006, og kona hans Jóhanna Jóhannsdóttir Johnsen húsfreyja, söngkennari, konsertsöngkona, f. 28. október 1908, d. 8. október 1996.

Börn Jóhönnu og Baldurs:
1. Björn Baldurs Baldursson Johnsen læknir, f. 24. september 1936, d. 18. janúar 2018.
2. Sigfús Jóhann Johnsen jarðeðlisfræðingur, jöklafræðingur, prófessor, f. 23. apríl 1940, d. 5. júní 2013.
3. Skúli Guðmundur Johnsen læknir, f. 30. september 1941, d. 8. september 2001.
4. Anna Jarþrúður Johnsen kennari, innanhússhönnuður, f. 13. janúar 1946.

Sigfús var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Eyja 1951.
Hann lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum 1956, varð stúdent í Menntaskólanum á Akureyri, lauk meistaraprófi í tilraunaeðlisfræði í Háskólanum í Kaupmannahöfn.
Sigfús starfaði við háskólann í Kaupmannahöfn uns hann flutti til Íslands 1980 og var ráðinn dósent í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands þar sem hann hlaut framgang í starf prófessors 1987. Árið 1989 hóf hann aftur störf við Háskólann í Kaupmannahöfn þar sem hann starfaði við Niels Bohr-stofnunina til starfsloka.
Sigfús varði mestöllum sínum starfsaldri við rannsóknir á djúpkjörnum úr Grænlandsjökli. Hann tók þátt í 36 borleiðöngrum á Grænlandsjökli og stjórnaði mörgum þeirra. Hann hlaut fjölda alþjóðlegra viðurkenninga sem brautryðjandi við hönnun og smíði ísbora sem og við öflun og túlkun margvíslegra vísindagagna á sviði eðlisfræði jökla og þróunar loftslagsbreytinga síðustu 150 þúsund árin.
Sigfús hlaut m.a. Seligman-kristalinn, æðstu viðurkenningu Alþjóðasambands jöklafræðinga árið 1997. Danadrottning veitti Sigfúsi Dannebrogs-riddaraorðu árið 2000 og Sigfús var handhafi Hans Oeschger-orðu Evrópusambands jarðeðlisfræðinga fyrir framúrskarandi störf á sviði jöklarannsókna.
Árið 2010 var Sigfús gerður að heiðursdoktor við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands og heiðursfélaga í Jöklarannsóknarfélagi Íslands. Sigfús er höfundur yfir 200 vísindagreina, þar af 35 greina í Nature og Science. Hann er í úrvalsflokki vísindamanna og samkvæmt ISI-gögnum Thomson Scientific Inc. var oftar vitnað til verka hans, á árunum 1990-2004, en nokkurs annars jarðvísindamanns starfandi í Danmörku.
Þau Pálína giftu sig 1964, eignuðust þrjú börn.
Sigfús lést 2013.

I. Kona Sigfúsar, (27. desember 1964), er Pálína Matthildur Kristinsdóttir húsfreyja, f. 14. janúar 1943. Foreldrar hennar voru Kristinn Hermann Sigmundsson, f. 11. ágúst 1907, d. 1. janúar 1980 og Sveinbjörg Karólína Kolbeinsdóttir, f. 13. júní 1909, d. 27. september 2001.
Börn þeirra:
1. Kristinn S. Johnsen doktor í eðlisfræði, f. 20. janúar 1966. Fyrrum kona hans Harpa Jónsdóttir. Kona hans Herdís Dögg Sigurðardóttir.
2. Jóhann S. Johnsen læknir, f. 7. maí 1969. Fyrrum kona hans Helga María Rúnarsdóttir. Kona hans Inga Maren Johnsen.
3. Valgerður Guðrún Johnsen sagnfræðingur, kennari, f. 19. apríl 1972. Maður hennar Kristján Þór Árnason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.