Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2001/ Sjómannadagurinn 2000

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
VALMUNDUR VALMUNDSSON


Sjómannadagurinn 2000


Valmundur Valmundsson sjblað

Undirbúningur dagsins hófst að venju skömmu eftir áramót með alls konar reddingum, s.s. ráða skemmtikrafta hljómsveitir o.s.frv. í maí fór allt á fullt og er farsíminn nú orðinn þarfasti þjónninn í þessum undirbúningi.
Samkvæmt símareikningi var talað rúma fimm klukkutíma í maí og fram að sjómannadegi, einungis í minn síma og bólgið eyra fylgdi með.

Síðustu vikuna fyrir Sjómannadag voru undirritaður og gjaldkeri ráðsins, Grettir I. Guðmundsson, í landi til að koma öllu á hreint fyrir helgina og gekk það nokkuð vel.

Frá Sjómannadeginum 2000
Þessir menn voru heiðraðir af félögum sínum, t.f.v.: Sveinn Valdimarsson s.s. Verðandi, Bergþór Guðjónsson s.s. Verðandi, Guðmundur Ólafsson Vélstórafélagi Vm. og Guðni Pálsson, Sjómannafélaginu Jötni
Stálbikkjurnar sigruðu í róðrakeppni landverkafólks
Róðrasveit Verðandi sem sigraði í keppni félaga

Föstudagurinn var frábær gott veður og enn þá betri knattspyrnukeppni sem Jói Ben. stýrði af mikilli röggsemi. Sáust þar gamlir taktar og nýir hjá mörgum sjómanninum hvort sem hann var í kjörþyngd eða með dálítið varadekk um sig miðjan. Um kvöldið var dansiball fyrir unglingana í Týsheimilinu með hljómsveitinni Skítamóral. Þar var fjölmenni og skemmtan góð. Þetta ball kom vel út og verður örugglega framhald á.
Laugardagurinn var með hefðbundnu sniði. Dagskrá hófst í Friðarhöfn kl. 13.30. Kappróður var fyrst á dagskrá og reyndar eina atriðið á vegum Sjómannadagsráðs vegna ónógrar þáttöku í öðrum atriðum. Það virðist vera orðið þannig að sjómenn vilja ekki reyna sig í hinum hefðbundnu Sjómannadagsgreinum s.s. reiptogi, netabætingu o.s.frv. og verður að fara að endurskoða þessi artiði og finna ný sem menn nenna að spreyta sig á.
Bylgjulestin var með dagskrá í Friðarhöfn og á Stakkó. I Friðarhöfn var fitnesskeppni þar sem sterkir strákar og stæltar stelpur reyndu með sér undir stjórn hins handstóra Andrésar Guðmundssonar. Á Stakkó fjölbreytt dagskrá hjá Bylgjumönnum sem tókst mjög vel.
Þessir menn voru heiðraðir af félögum straum, t.f.v. Sveinn Valdimarsson s.s. Verðandi, Bergþór Guðjónsson s.s. Verðandi, Guðmundur Ólafsson Vélstórafélagi Vm. og Guðni Pálsson, Sjómannafélaginu Jötni.
Um kvöldið var svo aðalskemmtunin. Borðhald á tveimur stöðum, í Týsheimili og í Alþýðuhúsi. Í Týsheimilinu vom alls konar skemmtiatriði, K.K. og Maggi Eiríks sýndu hvað í þeim býr og Sigurjón á Þórunni Sveins og hans fólk fór á kostum og dró margan manninn og konuna út á gólf í alls konar sprell. Síðan tóku Björgvin Halldórsson og hljómsveit til hendinni og spiluðu fram undir morgun.

Sunnudagurinn byrjaði eins og ávallt, fánar dregnir að húni kl. 10.00. Sjómannamessa var kl, 13.00, ákaflega hátíðleg í alla staði og ungur einsöngvari frá Siglufirði, Hlöðver Sigurðsson, söng með kórnum. Eftir messu var safnast saman við minnisvarða hrapaðra og drukknaðra við Landakirkju og minntist Snorri Óskarsson, Betelkjerkur, hraustra drengja og kvenna, sem hafið og björgin hafa tekið, af sínum alkunna skörungskap og orðsnilld í öllu því sem snýr að almættinu.

Kappróðrasveit st. Vestmannaeyjar VE 54
Áhöfn Hugins er sigraði knattspyrnukeppnina

Hátíðardagskrá hófst á Stakkó síðar um daginn með leik Lúðrasveitar Vestmannaeyja og ræðumaður dagsins var Guðmundur Árni Stefánsson alþingismaður. Verðlun fyrir keppnisatriði voru veitt og aldraðir sjómenn voru heiðraðir og mærðir af Betelkjerki, Snorra Óskarssyni. Á eftir léku K.K. og Maggi Eiríks af fingrum fram. Var nú hefðbundinni dagskrá lokið og tími kominn til að pakka saman og taka til eftir helgina og gekk það ágætlega.
Kappróðrasveit st. Vestmannaeyjar VE 54.

Að lokum vil ég geta þess að hagnaður Sjómannadagsins árið 1999, 250.000 krónur, rann til Hraunbúða til uppbyggingar á æfingaaðstöðu fyrir vistmenn.
Ég vil þakka öllum þeim sem komu að undirbúningi dagsins og vinnu helgarinnar fyrir vel unnin störf, einnig þar sem þetta er síðasta ár mitt í ráðinu vil ég þakka öllum félögum mínum fyrir góða viðkynningu á liðnum árum og fyrir samstarfið. Síðast óska ég nýju ráði velfarnaðar í starfí og megi Guð blessa sjómannsstarfið.

Valmundur Valmundsson.

Eftirtaldir sjómenn voru heiðraðir af félögum sínum árið 2000
Sveinn Valdimarsson s.s. Verðandi
Bergþór Guðjónsson s.s. Verðandi
Guðmundur Ólafsson Vélstjórafélagi Vestmannaeyja.
Guðni Pálsson Sjómannafélaginu Jötni

Björgun
Magnús Bragason og Eggert Björgvinsson voru heiðraðir fyrir að bjarga barni úr sjálfheldu í Ofanleitishamri.

Kappróður
Verðandi sigraði á tímanum 2 mín 5 sek.
Vélstjórafélag Ve. varð i öðru sæti á 2 mín 8 sek.
Jötun varð í því þriðja á 2 mín 9 sek.
Af áhöfnum vann Vestmannaey á tímanum 2 mín 28 sek. og af landverkafólki voru Stálbikkjur með besta tímann 2 mín 37 sek.. Í hinni sívinsælu knattspymukeppni sigraði Ahöfnin á Hugni VE. Varnarmaður mótsins var Arnór Páll Valdimarsson á Sighvati Bjarnasyni VE, sóknarmaður Páll Grétarsson á Hugni VE og framkvæmdastjóri mótsins var Sigurjón Óskarsson Þórunni Sveinsdóttur VE.