Valmundur Valmundsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Valmundur og Björg.

Valmundur Valmundsson frá Siglufirði, sjómaður, verkalýðsleiðtogi fæddist 10. maí 1961.
Foreldrar hans voru Valmundur Sverrisson sjómaður á Akureyri, f. 29. nóvember 1941, d. 13. maí 1961, og Anna Marsibil Ólafsdóttir á Hellu, verkakona, ræstingakona, f. 15. apríl 1943.
Fósturforeldrar Valmundar voru Ólafur Eiríksson stúari, f. 24. júní 1897, d. 16. desember 1985, og kona hans Friðrikka Björnsdóttir húsfreyja, verkakona, saumakona, f. 14. september 1900, d. 3. febrúar 1990.

Bróðir Valmundar, af sömu móður, er
1. Sigurður Smári Benónýsson bæjartæknifræðingur í Eyjum, f. 14. nóvember 1972.

Faðir Valmundar drukknaði þrem dögum eftir fæðingu hans og ólst hann upp hjá fósturforeldrum sínum til 19 ára aldurs. Hann var í sveit á Úlfsstöðum á Völlum á Héraði í tíu sumur hjá Sigríði Magneu móðursystur sinni og Magnúsi Sigurðssyni.
Valmundur lauk grunnskólaprófi á Siglufirði, lauk II. stigi í Stýrimannaskólanum í Eyjum 1999.
Hann hóf sjómennsku 16 ára á togara, var lengst á Sigluvík SI 2. Einnig var hann með hléum hjá Veiðarfæri ehf. við netagerð og í Siglósíld.
Fjölskyldan flutti til Eyja 1989. Þar réri Valmundur á Frigg VE 41, á Þórunni Sveinsdóttur VE 401 og Katrínu VE á humri. Frá 1992 var hann á Frá VE 78, afleysingaskipstjóri frá 1999, en fór í land 2009.
Valmundur var hafnsögumaður í Eyjum 2011-2015.
Hann var formaður sjómannadeildar Vöku á Siglufirði 1981-1986, sat í stjórn Jötuns 1995 og var formaður þess 2006.
Þá var hann formaður Sjómannadagsráðs Vestmannaeyja 1996-2002 og aftur 2009-2014.
Valmundur varð formaður Sjómannasambands Íslands 2014.
Þau Björg eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Búhamri 62, fluttust til Reykjavíkur og búa í Þverholti 19.

I. Kona Valmundar er Björg Sigrún Baldvinsdóttir húsfreyja, ræstingastjóri, f. 25. júlí 1962.
Börn þeirra:
1. Anna Brynja Valmundsdóttir sérfræðingur á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, f. 3. október 1983. Maður hennar Davíð Örn Guðmundsson.
2. Valur Már Valmundsson sjómaður, matsveinn, f. 2. október 1987. Kona hans Linda Óskarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.