Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1986/Katrín Unadóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Katrín Unadóttir


Síðasta sjókonan í Rangárvallasýslu


Katrín Unadóttir var fædd 13. september 1878 í Hólakoti undir A-Eyjafjöllum. Foreldrar: Elín Skúladóttir og Uni Runólfsson, bæði Mýrdælingar.
Uni var sonur Runólfs Sigurðssonar og Ingveldar Jónsdóttur, konu hans. Sagnir eru um „brúðarrán" Runólfs. Ingveldur átti að gafa verið heitin öðrum manni að frænda-ráði.
Runólfur var fæddur að Gularási í Austur-Landeyjum 1798, d. 19. júní 1862. Faðir hans var séra Sigurður Ögmundsson frá Krossi. Kona hans Kolfinna Þorsteinsdóttir. — Runólfi er svo lýst að hann hafi verið atgjörvismaður um margt og fjallamaður, greindur og skáld. Hann bjó tvívegis á Litlu Heiði og tvívegis í Skagnesi og var þar til æviloka. Greiðamaður talinn, en harðdrægur nokkuð. „Þókti blendinn. Var eineygur", segir Páll Eggert í Æviskrá.
Mörg voru börn þeirra Skagneshjóna. Nokkur þeirra er komust á legg: Runveldur, kona Eiríks á Brúnum, Úlfur Kristinn Heiðimann (tók við búi í Skagnesi), Uni bóndi (faðir Katrínar), Tala, gift Hjalta í Götum, „miklum formanni", Sigurfinnur, bóndi í Ystabæli, faðir Sigurðar hreppstjóra í Eyjum, Steinunn Mýrdalína, Ingvi og Svava.
Páll Eggert segir að ritgerð merk eftir Runólf hafi verið prentuð í Landstíðindum árið 1850. — í ritinu Gamalt og nýtt 1949 er langt kvæði eftir Runólf í Skagnesi: Kveðið í teppu í Vestmannaeyjum 1840. Fyrstaerindið er svona: Ég vil glaður halda héðan, hef ég búðarskrílinn séðan, jörðin óholl er mér neðan, eitrar loftið suddakraum. Út frá þessum Eyjaglaum. Reyni að kveða mærð á meðan möstrin þegnar tjalda. Fús vil ég í Heiðardalinn halda.
Uni og Elín í Hólakoti voru bláfátæk. Katrín, sem hér verður nokkuð sagt frá, var yngst tíu systkina. Uni bóndi var karlmenni til allra starfa, jörðin rýr. Hann var mikill að vallarsýn og talinn tveggja manna maki. Vel vaxinn og fríður sýnum. Formaður við Sandinn var hann um skeið. Um aldamótin bjó Ingveldur, systir Katrínar, í Moldnúpi. Maður hennar var Guðjón Jónsson, seinna á Sandfelli, kunnur formaður og sægarpur. Hann var á vertíð í Eyjum er þessi frásögn hefst.
Ingveldur var þá húsfreyjan og húsbóndinn á heimilinu með þrjú ung börn. Eina lífsbjörgin var mjólk úr einni kú og von um að Guðjón gæti sent heim kaupeyri fyrir matvöru.
Þá flytur Katrín, systir Ingveldar, að Steinum. Vildi freista þess að fá skiprúm og þar með von um að fá fisk úr sjó handa hinu illa stadda heimili.
I merkri ritgerð Þorsteins Jónssonar, Laufási: „Sjósókn við Rangársanda" (Lesbók Mbl. 1968), er kafli um sjósókn Katrínar Unadóttur og Solveigar Petreusardóttur í Krosshjáleigu í Landeyjum. Hún reri með Pétri bróður sínum, nokkrum árum fyrr en Katrín fór að róa frá Fjallasandi. Þorsteinn minnist þessara kvenna sem dæmis um þá ströngu lífsbaráttu „sem flestir urðu að heyja á síðari hluta 19. aldar. Það var bláber neyðin, sem rak aðra þeirra sjóveika til að fara að stunda sjóinn út frá Söndunum. Þótti það þó ekki kvennaverk, þó ekki væri mulið undir kvenfólkið á þeim tímum."
Þá kemur kaflinn um sjósókn Katrínar Unadóttur:
„Hér eru ennþá (1968) lifandi þrír menn, sem voru henni samskipa, þó ekki samtímis. Ber þeim öllum saman um það, að hún hafi verið rösk, ósérhlífin og dugleg til allra starfa og vel fiskin. Var hún því eftirsótt sem háseti. Þegar hún réðist í róðrana var hún hjá systur sinni, Ingveldi, og manni hennar, Guðjóni Jónssyni frá Steinum, síðar á Sandfelli í Vestmannaeyjum. Þau bjuggu þá á Moldnúpi undir Vestur-Eyjafjöllum. Hann var þá til sjóróðra í Vestmannaeyjum, en heimilið algerlega bjargarlaust.
Katrín leitaði þá til Stefáns Guðmundssonar formanns og bónda á Mið-Skála og falaði skiprúm. Hann var hinn mesti greiðamaður, eins og margir aðrir formenn. Eflaust hefur honum verið kunnugt um hinar bágu ástæður heimilisins, og gat því ekki neitað henni. þó það væri óþekkt þar, að kvenfólk sækti sjó út frá Sandinum.
Einhvern veginn tókst Katrínu að útvega sér skinnbrók og handfæri, en skinnstakk hafði hún engan, þegar fyrsti róðurinn átti að hefjast. Varð það til þess að henni var neitað um að fljóta með, því öll skipshöfnin var sammála um að ábyrgðarhluti væri, að láta hana róa verjulausa að ofan.
Katrín minntist þess oft á efri árum sínum, að hún hefði verið í þungu skapi, þegar hún Iabbaði austur með sjónum með brókina og færið hugsandi til þess hvílík vonbrigði yrðu heima fyrir, ef hún kæmi aftur allslaus.
Ekki hafði hún gengið lengi, þegar hún sá eitthvert flykki sem var að skolast í brimlöðrinu. Aðgætti hún hvað það væri, og reyndist það vera sem ný, olíuborin stuttkápa. Það má nærri geta, hvílíkur fögnuður hefur gripið hana, þegar hún á þennan óvænta hátt fékk upp í hendurnar þann hlut, sem hana vanhagaði svo sárlega um. Það þarf ekki að taka fram, að hún snéri aftur til skipsins, sem verið var að búa á sjó og fékk hún nú farið.
Þetta varð til þess að mestu neyðinni var bægt frá dyrum. Katrín hélt áfram að róa út frá Sandinum þó sjóveik væri, oftast með mági sínum, Guðjóni, sem var mikill formaður og aflamaður ...

Frönsk skúta undir fœrum á íslandsmiðum

Katrín Unadóttir fór ekki dult með þá sannfæringu sína, að æðri máttarvöld hefðu heyrt andvörp hennar þegar hún reikaði full örvæntingar með fram sjónum. Þetta var líka sjaldgæfur reki og furðulegri, er þess er gætt að vindur stóð ekki á land. Enginn skipreiki hafi heldur átt sér stað um þessar slóðir, svo menn vissu til.
Sögumaður minn er Hannes Sigurðsson frá Seljalandi undir Eyjafjöllum, síðar bóndi í Brimhól í Vestmannaeyjum. Hann var skipsfélagi Katrínar þegar þetta gerðist."
í Bliki 1976 er Katrínar Unadóttur minnst í tilefni kvennaárs 1975. Þar ræðir Þorsteinn Þ. Víglundsson við Hannes á Brimhól, skipsfélaga Katrínar, um atburðinn í Sandinum sem margir töldu kraftaverk. „Hann mundi vel atburðinn þann, þegar „kraftaverkið" gjörðist. Hvernig gat það gerst? Hvaðan bárust hlutirnir upp í hendurnar á hinni heittrúuðu og bænheitu heimasætu, ungu stúlkunni einlægu og hugrökku? Hannes sagði svo frá: „Við skildum það strax, hvernig þetta gerðist. Franskar skútur voru þarna úti fyrir á víð og dreif á færafiski, sumar djúpt úti, aðrar grynnra. Sunnanátt var á. Frönsku skútukarlarnir hengdu oft sjóstakka sína og sjóhatta til þerris á slár eða í stög. Stakkur og sjóhattur fuku út á sjó fyrir sunnanvindinum og þá rak á land." "
Þórður H. Gíslason segir svo frá, að á þessum árum hafi frönsku færaskipin verið í tugatali á miðum Eyfellinga. Þá gat borið svo til, að Iítilsháttar viðskipti tækjust með Fransmönnum og Fjallakörlum. Frakkana vantaði oft sjóvettlinga sem þeir greiddu með Pompólakexi og kannski buðu þeir uppá rauðvínið franska.
Nú er það eitt sinn sem oftar að Fjallaskipið sem Katrín var háseti á var í námunda við eina frönsku skútuna. Þá gall við hróp: Votaling, votaling. Hefðu landmenn vettlinga aflögu var lagt að skipshlið og verslað. — Þá er það eitt sinn að skipsmennirnir frönsku vildu fá Fjallamennina um borð, sem þeir þáðu. Var þeim borið te og allskyns góðgæti með. Hámark veislunnar var svo franska koníakið — allt í hófi. Síðan leystir út með mörgum pundum af kexi og Pompólabrauði. Voru báðir hinir ánægðustu með viðskiptin, Frakkarnir með sjóvettlingana og Fjallamenn með allt fína brauðið.
Katrín hafði ekki fyrir því að taka ofan höfuðfatið, hvað svo sem hinir hásetarnir hafa gert þá er þeir sátu að kræsingum franskra. Hún tók aldrei ofan gamla sjóhattinn sem henni hafði áskotnast einhversstaðar. Hefur falið flétturnar undir hattinum.
Héldu nú Fjallamenn frá borði í skip sitt. Strekkingsvindur var á. Þegar Katrín er að fara úr stiganum niður í skip sitt, þá kemur vindhviða og feykir af henni hattinum sem lenti þó innanborðs.
Frönsku sjómennirnir stóðu víst allir í þyrpingu á þilfari í kveðjuskyni. Og þegar þeir sjá að það var ung stúlka sem missti hattinn var mikil undrun þeirra og hrifning. Þeir veifuðu höttum sínum með húrrahrópum og hástemmdum fagnaðarlátum.
Þórður Tómasson safnvörður og rithöfundur í Skógum segir frá Stefáni bónda og formanni í Mið-Skála í Eyfellskum sögnum: „Stefán hlaut frægðarorð fyrir þær sjóferðir sínar, sem mönnum þótti mestri furðu gegna að hann skyldi komast slysalaust frá." Þá nefnir Þórður dæmi um óbilandi kjark Stefáns. Ekki er kostur að rekja þá sögu hér.

Katrín Unadóttir og Pálína Pálsdóttir

Guðlaugur Brynjólfsson, formaður og útgerðarmaður í Eyjum um árabil, var uppeldissonur Stefáns og Kristnýjar Ólafsdóttur, konu hans. Faðir Guðlaugs var háseíi hjá Stefáni á Mið-Skála. Hann varð undir skipinu er þeir voru að róa út öðru sinni þann dag. Þetta var eina slysið sem varð hjá Stefáni í ein fimmtíu ár sem hann var formaður.
Daginn eftir fór Stefán á fund ekkjunnar, móður Guðlaugs, til að votta henni samúð sína. Börnin í ómegð, heimilið leystist upp. En Stefán fór með Guðlaug heim með sér, hann þá á öðru ári, og ól hann upp. Kallaði Guðlaugur þau Mið-Skálahjón foreldra sína, enda ekki síður gert við hann en þeirra börn. Fjórtán ára gamall fór Guðlaugur að róa með fóstra sínum, þá uppá hálfdrætti. Dró 35 fiska í fyrsta róðri en 13 voru í hlut.Þá sögðu skipverjar einum rómi, að ekki væri sanngjarnt að Guðlaugur fengi minna en heilan hlut og var svo gert. Þrjú voru börn Skálahjóna. Jón sonur þeirra byrjaði ungur sjómennsku með föður sínum. Hann var formaður við Fjallasand og síðar á áraskipum í Eyjum.
Jón fluttist til Vestmannaeyja árið 1912, byggði húsið Úthlíð og bjó þar síðan. Kona hans var Þuríður Ketilsdóttir frá Ásólfsskála. Var formaður á vélbátnum Haffara. Vél bátsins bilaði og hann fórst í ofsaveðri í aprílmánuði 1916. Jón fórst og tveir hásetar hans en tveir komust af og þótti kraftaverk.
Á manntali 1901 voru átta manns í heimili Guðjóns Jónssonar í Steinum: Guðjón, bóndi og formaður, 28 ára, Ingveldur Una-dóttir kona hans, 33 ára, Þorvaldur, sonur þeirra 8 ára, Hallgrímur, 7 ára, Þuríður, dóttir þeirra 3 ára, og Guðbjörg Karólína. ársgömul. Þá kemur Katrín Unadóttir og um hana segir í nefndri heimild: ,,hjú þeirra, stundar veiðiskap", 23 ára.

Þórður Gíslason
Vestmannabraut 76

Þeim sem skráðu manntalið hefur sjálfsagt þótt svo sérstakt að ung stúlka skyldi stunda sjóróðra, að þeir vildu hafa það skjalfest í manntalsskýrslunni. sem Guðjón og Inga á Sandfelli í Vestmannaeyjum. Inga Unadóttir var orðlögð öðlingskona, góðgerðasöm og hvers manns hugljúfi, þó vissulega væri efnahagurinn mjög þröngur, meðan þau bjuggu í Moldnúpi."
Árið 1903 flutti Guðjón í Steinum og fjölskylda hans til Vestmannaeyja. Var Guð í bók sinni í gengin spor segir Anna frá Moldnúpi um þau Steinahjón: „Þá bjó í Moldnúpi Guðjón Jónsson Valdasonar frá Steinum, en giftur var hann Ingveldi Unadóttur frá Hrútafellskoti. Þessi hjón urðu síðar þekktjón frægur formaður og aflamaður um Suðurland.
Uni Runólfsson fluttist að Sandfelli 1907, þá 74 ára að aldri. Hann var allmörg ár ekkjumaður í skjóli Una sonar síns í Hólakoti og konu hans Kristínar Ingimundardóttur. Uni yngri var hætt kominn er skipi sem hann var á barst á í lendingu og var talinn andaður. Ung stúlka, stödd í Sandi, sagði að víst væri lífsmark með Una. Voru þá hafnar lífgunartilraunir, Iifnaði Uni og þau Kristín urðu hjón. Uni Runólfsson fæddist 25. mars 1833, d. 5. nóvember 1913 í Sandfelli.
Katrín var nú orðin verkakona í Vestmannaeyjum, stundum skráð lausamaður. Nokkur ár leigði hún í Bræðraborg, húsi Guðjóns Jónssonar, síðar á Heiði. Arið 1917 verður sú breyting á högum Katrínar að hún giftist ungum Eyfellingi, Páli Einarssyni frá Nýjabæ, f. 22. júlí 1888. Foreldrar hans voru Kristín Pálsdóttir og Einar Sveinsson, hjón í Nýjabæ. Páll frá Nýjabæ var mikill dugnaðarmaður, sögðu þeir sem þekktu hann.
Páll flutti til Eyja árið 1907. Fimm árum síðar var hann einn eigenda vb. Happasæls. Seldi þó partinn sinn áður en Iangt leið.
Árið 1917 er Páll eigandi vb. Ránar VE 100, að einum þriðja. Báturinn kom nýr frá Færeyjum, IO1/2 tonn. Einn eigendanna var Þorvaldur Guðjónsson. Hann var formaður á bátnum þrjár vertíðir. Rán strandaði við Herdísarvík 1920. (ÞJ: Aldahvörf í Eyjum.)
Vertíðina 1918 var Páll ráðinn á vb. Adolf; eigendur voru Björn og Bergsteinn Erlends-synir og Friðrik Svipmundsson. Adolf fórst 3. mars 1918 og með honum 5 menn. í sama veðri fórst vélbáturinn Frí. 1918 varslysaár.
Árið 1917 fluttust hjónin Katrín og Páll að Löndum.
Hinn 4. september 1918 fæddist dóttir Páls og Katrínar: Pálína Kristjana Guðleif.
Þá hefur verið dökkt í álinn hjá Katrínu eins og fleirum. Öngvir styrkir, vinna það sem bauðst, eingöngu erfiðisvinna. Kom sér vel að Kata var hraust og dugleg með afbrigðum. Kom sér líka vel að hún var glaðlynd. Og nú var dóttirin, Pálína, sólargeislinn í lífinu. Um hana er þessi vitnisburður Þorsteins Víglundssonar skólastjóra: „Hún var nemandi minn í Gagnfræðaskólanum í Vestmannaeyjum. Betri nemanda og yndislegri stúlku á skólabekk er naumast hægt að hugsa sér."
Pálína giftist Haraldi Guðjónssyni frá Skaftafelli. Hún er látin fyrir mörgum árum, langt um aldur fram.
Sem fyrr segir var Katrín Unadóttir mikil dugnaðar- og þrekkona og gekk í alla vinnu sem kallað var. Flatti til að mynda stórþorsk á við hvern karlmann. Þá mundi hafa verið á fárra færi að fara í kapp við hana við fiskþvottakarið.
Í bók Þórunnar Magnúsdóttur, Sjósókn sunnlenskra kvenna, Vm. 1984, er vitnað í umsögn Þuríðar Pálsdóttur verkakonu. Hún þekkti Katrínu og vann með henni: „Meðalvask var fjögur til fimm hundruð fiskar. En við vorum misjafnlega fljótar. Einni vann ég með, sem oft komst á níunda hundraðið. Hún hét Katrín Unadóttir. Hún var komin yfir sextugt. En á sínum yngri árum reri hún til fiskjar á opnum bátum."
Í vaxandi bæ var þröngt setinn bekkur, húsnæði vantaði, oft slæmt ef fékkst. Katrín flutti oft eftir að þær mæðgur fóru frá Löndum um 1920. Þær áttu m.a. heimili á Búlandi, Grímsstöðum og Laugalandi.
Þá ræðst Katrín í íbúðarhússbyggingu í félagi við Magnús K. Magnússon frá Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd, síðar neta-gerðarmeistara. Hann var kvæntur Þuríði Guðjónsdóttur frá Sandfelli, systurdóttur Kött'.
Vafalaust hafa góðir menn lagt Katrínu lið við húsbygginguna og ekki hefur hún legið á liði sínu. Húsið er nr. 76 við Vestmannabraut.
Fjölskyldurnar fluttu inn í húsið 1927.
Þá má nefna að Katrín átti fiskhús (kró nr. 111). Gæti verið að Páll, maður Katrínar, hafi eignast króna er hann fór í útgerð Sigurður Oddsson í Skuld hafði Kötukró á lefgu 1932-1937.
Ekki settist Katrín í „helgan stein" þá er aldur færðist yfir. Þá hætti hún að vísu í aðgerð og vaski. En nú keypti hún sér prjónavél, gerist ein af prjónakonum bæjarins.
Katrín Unadóttir hefur verið kjarnakona. Hún andaðist 8. ágúst 1950.
(Handrit Þórðar Gíslasonar og heimildir Sjómannadagsblaðsins.)