Sirrý Laufdal Jónsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sirrý Laufdal Jónsdóttir, húsfreyja, verslunarmaður fæddist 13, september 1940 á Svalbarði.
Foreldrar hennar voru Jón Kristinn Tómas Ólafsson verkamaður, sjómaður, verslunarmaður, síðar í Reykjavík, f. 14. ágúst 1910 á Leirum u. Eyjafjöllum, d. 25. júlí 2003, og kona hans Guðlaug Ragnheiður Guðbrandsdóttir frá Stardal í Kjós., húsfreyja, f. 18. mars 1921, d. 1966.

Börn Guðlaugar Ragnheiðar og Jóns:
1. Sirrý Laufdal Jónsdóttir, f. 13. september 1940 á Svalbarði.
2. Ólafur Laufdal Jónsson, f. 10 ágúst 1944 í Kaupangi.
3. Trausti Laufdal Jónsson, f. 17. maí 1947 í Kaupangi.
4. Hafdís Laufdal Jónsdóttir, f. 12. maí 1949 á Kirkjuvegi 41.
5. Erling Laufdal Jónsson, f. 21. desember 1954.
Hálfbróðir þeirra, sonur móður þeirra, er
6. Stefán Laufdal Gíslason, f. 12. júlí 1964.

Sirrý eignaðist barn með Hilmari 1957.
Þau Aðalsteinn giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Húsavík.

1. Barnsfaðir Sirrýjar er Hilmar Sigurjón Petersen, f. 15. janúar 1937, d. 13. október 1995.
Barn þeirra:
1. Jón Grétar Laufdal, f. 13. nóvember 1957.

II. Maður Sirrýjar var Aðalsteinn Guðmundsson, sérleyfishafi, umboðsmaður Shell á Húsavík, f. 5. september 1929, d. 30. mars 1975. Foreldrar hans Guðmundur Friðbjörnsson, f. 1. febrúar 1897, d. 10. janúar 1975, og Jóhanna Lára Sigmundsdóttir, f. 22. ágúst 1903, d. 5. júlí 1989.
Börn þeirra:
2. Guðlaugur Ragnar Laufdal Aðalsteinsson, f. 26. nóvember 1960.
3. Arnar Laufdal Aðalsteinsson, f. 29. maí 1964.
4. Jóhanna Laufdal Aðalsteinsdóttir, f. 11. júlí 1967.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.