Sigurpáll Einarsson (skipstjóri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Sigurpáll Einarsson.

Sigurpáll Einarsson frá Djúpadal, vélstjóri, skipstjóri, netagerðarrekandi fæddist 19. febrúar 1944 í Djúpadal og lést 14. janúar 2002 í Ástralíu.
Foreldrar hans voru Guðmundur Einar Símonarson frá Eyri, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 8. september 1920 í Reykjavík, d. 6. nóvember 1998, og kona hans Sólrún Guðmundsdóttir frá Grindavík, húsfreyja, f. 9. desember 1913, d. 16. október 2001.

Börn Sólrúnar og Einars:
1. Hjálmey Einarsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 7. maí 1942 á Sunnuhvoli. Maður hennar er Halldór L. Björnsson.
2. Sigurpáll Einarsson skipstjóri, síðar netagerðarrekandi í Ástralíu, f. 19. febrúar 1944, d. 14. janúar 2002. Kona hans er Valgerður Ragnarsdóttir.
3. Helgi Einarsson skipstjóri í Grindavík, f. 8. desember 1945 í Djúpadal. Kona hans er Bjarghildur Jónsdóttir.
4. Guðmundur Einarsson vélstjóri í Grindavík, f. 28. september 1947 í Djúpadal. Kona hans er Guðrún Halldóra Jóhannesdóttir.
5. Erling Einarsson vélvirki í Grindavík, f. 21. ágúst 1951. Kona hans er Guðbjörg Ásgeirsdóttir.

Sigurpáll var með foreldrum sínum í æsku.
Hann fluttist með þeim til Grindavíkur 1950.
Sigurpáll lauk mótornámskeiði 1962, fiskimannaprófi í Eyjum 1971.
Hann var vélstjóri á bátum frá Grindavík 1960-1970, skipstjóri eftir það á ýmsum bátum, en vann við netagerð á milli skipa.
Sigurpáll sat í fyrstu bæjarstjórn Grindavíkurbæjar.
Þau Magnea eignuðust þrjú börn en eitt þeirra fæddist andvana.
Þau Valgerður eignuðust þrjú börn hér á landi. Þau fluttust til Ástralíu 1982, bjuggu í Eden þar. Sigurpáll var þar skamma stund sjómaður, en stofnaði til netagerðar og rak fyrirtæki í netagerð.
Hann lést 2002.

Sigurpáll var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (1965, skildu), er Ingibjörg Magnea Baldvinsdóttir frá Brekku í Gilsfirði, húsfreyja, f. 20. september 1945. Foreldrar hennar voru Baldvin Sigurvinsson frá Stykkishólmi, bóndi, f. 16. mars 1904, d. 3. nóvember 1982, og kona hans Ólafía Pálína Magnúsdóttir frá Saurbæ í Dalasýslu, húsfreyja, f. 8. mars 1914, d. 12. desember 2009.
Börn þeirra:
1. Ólafía Sigurpálsdóttir húsfreyja, f. 8. maí 1963. Sambýlismaður hennar er Ríkharður Hinriksson.
2. Andvana fædd dóttir, f. 1965.
3. Einar Sigurpálsson, f. 9. ágúst 1966. Kona hans er Þóra Gunnarsdóttir.

II. Síðari kona Sigurpáls, (1973), er Valgerður Ragnarsdóttir húsfreyja, f. 8. maí 1947. Foreldrar hennar voru Ragnar Jóhannsson frá Jaðri á Bíldudal, f. 22. júní 1911, d. 12. september 1986, og kona hans Gyða Petrína Waage Ólafsdóttir frá Auðkúlu við Arnarfjörð, f. 15. apríl 1920, d. 28. nóvember 2006.
Börn þeirra:
4. Sólrún Sigurpálsdóttir, f. 12. janúar 1972.
5. Lilja Kap Sigurpálsdóttir, f. 10. janúar 1976. Maður hennar er Shane Radley.
6. Jessica Rós Sigurpálsdóttir, f. 1985.
Börn Valgerðar og fósturbörn Sigurpáls:
7. Linda Waage Þorsteinsdóttir Norrby, f. 26. júní 1965. Maður hennar er Jacob Norrby.
8. Svanhvít Skúladóttir, f. 19. febrúar 1968.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 26. janúar 2002. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.