Sigurður Jónsson (Presthúsum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sigurður Jónsson frá Þykkvabæjarklaustri, rafvirkjameistari, borgarfulltrúi fæddist 10. apríl 1894 og lést 4. júní 1938.
Foreldrar hans voru Jón Brynjólfsson bóndi, f. 16. nóvember 1861, d. 16. mars 1948 og kona hans Sigurveig Sigurðardóttir frá Þykkvabæjarklaustri, húsfreyja, f. 3. júlí 1863, d. 23. október 1946.

Sigurður var hjá foreldrum sínum á Þykkvabæjarklaustri til 1914, og aftur 1915-1918, var bóndi þar 1918-1919.
Hann fór til Eyja 1919, var sjómaður í Presthúsum 1920, í Höjdalshúsi 1922, fór til Reykjavíkur 1923, var rafvirki þar 1930 og til æviloka. Sigurður var borgarfulltrúi um skeið.
Þau Anna giftu sig 1916, eignuðust fimm börn.
Sigurður eignaðist barn með Elínu 1937.
Sigurður lést 1938 og Anna 1972.

1. Kona Sigurðar, (22. júlí 1916), var Vigdís Anna Gísladóttir frá Suður-Vík í Mýrdal, húsfreyja, matráðskona, f. þar 6. janúar 1893, d. 24. febrúar 1972.
Börn þeirra:
1. Sigurveig Sigurðardóttir frá Presthúsum, húsfreyja, f. 9. ágúst 1920. Maður hennar Hjalti Þorvarðsson.
2. Gísli Þór Sigurðsson frá Höjdalshúsi, rafvirki, f. 3. mars 1922, d. 26. október 2009. Kona hans Jónína Sigrún Skúladóttir Jónsdóttir.
3. Jóhanna S. Hansen Sigurðardóttir húsfreyja, aðstoðarmaður tannlæknis, þerna, matsveinn, f. 9. apríl 1926, d. 13. febrúar 2007. Maður hennar Guðmund Axel Hansen frá Færeyjum.
4. Jón Sigurðsson rafvirki, f. 27. febrúar 1930, d. 2. júní 2010. Fyrrum kona hans Guðfinna Erla Jörundsdóttir.
5. Sigurður Sigurðsson lögreglumaður, f. 1. ágúst 1932, d. 20. maí 2011. Kona hans Sigríður Ása Guðmundsdóttir.
Fóstursonur þeirra:
6. Gísli Ólafur Guðmundsson veggfóðrarameistari, f. 9. nóvember 1912 í Bjarnaborg í Reykjavík, d. 7. október 1985.

II. Barnsmóðir Sigurðar var Elín Þorláksdóttir ljósmóðir, saumakona, f. 29. október 1904, d. 10. júlí 1997.
Barn þeirra:
. 7. Halla Sigurjóns Sigurðardóttir tannlæknir, f. 15. nóvember 1937, d. d. 31. mars 2002. Maður hennar Sigurgeir Kjartansson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.