Gísli Þór Sigurðsson (rafvirki)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Gísli Þór Sigurðsson.

Gísli Þór Sigurðsson (skírður Gísli Þórir) rafvirki fæddist 3. mars 1922 í Höjdalshúsi í Eyjum og lést 26. október 2009.
Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson frá Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri, V.-Skaft, sjómaður, síðar rafvirkjameistari, borgarfulltrúi, f. 10. apríl 1894, d. 4. júní 1938, og kona hans Vigdís Anna Gísladóttir frá Suður-Vík í Mýrdal, húsfreyja, síðar matráðskona, f. 6. janúar 1893, d. 24. febrúar 1972.

Börn Önnu og Sigurðar:
1. Sigurveig Sigurðardóttir frá Presthúsum, húsfreyja, félagsmálafrömuður, f. 9. ágúst 1920. Maður hennar Hjalti Þorvarðsson.
2. Gísli Þór Sigurðsson frá Höjdalshúsi, rafvirki, f. 3. mars 1922, d. 26. október 2009. Kona hans Jónína Sigrún Skúladóttir Jónsdóttir.
3. Jóhanna S. Hansen Sigurðardóttir húsfreyja, aðstoðarmaður tannlæknis, þerna, matsveinn, f. 9. apríl 1926, d. 13. febrúar 2007. Maður hennar Guðmund Axel Hansen frá Færeyjum.
4. Jón Sigurðsson rafvirki, f. 27. febrúar 1930, d. 2. júní 2010. Fyrrum kona hans Guðfinna Erla Jörundsdóttir.
5. Sigurður Sigurðsson lögreglumaður, f. 1. ágúst 1932, d. 20. maí 2011. Kona hans Sigríður Ása Guðmundsdóttir.
Fóstursonur þeirra:
6. Gísli Ólafur Guðmundsson veggfóðrarameistari, f. 9. nóvember 1912 í Bjarnaborg í Reykjavík, d. 7. október 1985.
Barn Sigurðar og Elínar Þorláksdóttur:
7. Halla Sigurjóns Sigurðardóttir tannlæknir, f. 15. nóvember 1937, d. d. 31. mars 2002. Maður hennar Sigurgeir Kjartansson.

Gísli var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Reykjavíkur 1923. Hann lærði rafvirkjun í Iðnskólanum á Selfossi, lauk sveinsprófi 1948. Meistari hans var Magnús Hannesson.
Hann vann hjá Rafveitu Selfoss og Kaupfélagi Árnesinga 1946-1949, hjá Haraldi Eiríkssyni hf. 1949-1951 og Rafveitu Vestmannaeyja 1951-1958.
Gísli sat í bæjarstjórn Eyjanna 1950-1953, var sjómaður í Eyjum 1958-1963.
Hann var skrifstofumaður í Reykjavík 1963-1965, húsvörður í íþróttahúsi Vals að Hlíðarenda 1965-1973, vann við rafvirkjun hjá Samvirki sf. og Rafafli sf. 1987-1993.
Hann var safnvörður í Listasafni ASÍ 1987-1993.
Gísli sat í stjórn Sjómannafélagsins Jötuns, í stjórn knattspyrnudeildar Vals 1966-1978, formaður 1975, formaður fulltrúaráðs Vals 1983-1987, í stjórn Knattspyrnuráðs Reykjavíkur 1978-1989, formaður 1982-1989. Gísli sat í Íþróttaráði Reykjavíkurborgar 1978-1982.
Gísli hlaut gullorðu Vals og gullmerki KRR, KSÍ og ÍSÍ.
Þau Jónína giftu sig 1946, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Hörgsholti við Skólaveg 10 1953, fluttu til Reykjavíkur 1963.
Jónína lést 1994 og Gísli Þór 2009.

I. Kona Gísla Þórs, (18. maí 1946), var Jónína Sigrún Skúladóttir Jónsdóttir frá Austurey í Laugardal, Grímsnesi, húsfreyja, f. 13. júní 1911, d. 8. desember 1994.
Börn þeirra:
1. Sigurður Gíslason arkitekt, f. 6. apríl 1946 í Reykjavík. Kona hans Sigrún Einarsdóttir tækniteiknari.
2. Sigurbjörg Gísladóttir efnafræðingur, f. 4. nóvember 1948 á Selfossi. Maður hennar Hreinn Hjartarson veðurfræðingur.
3. Jón Gíslason næringarfræðingur, f. 31. janúar 1953 í Eyjum. Fyrrum kona hans Bergljót Bergsdóttir. Fyrrum sambúðarkona hans Ástfríður Sigurðardóttir. Kona hans Margrét Sigurðardóttir matvælafræðingur.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 16. desember 1994. Minning Sigrúnar.
  • Morgunblaðið 5. nóvember 2009. Minning Gísla Þórs.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.