Sigurður Bjarnason (Litla-Hrauni)
Sigurður Bjarnason sjómaður á Litla-Hrauni, en lengst á Brekastíg 23, fæddist 25. ágúst 1895 í Reykjavík og lést 13. ágúst 1981.
Foreldrar hans voru Bjarni Magnússon steinsmiður í Reykjavík, f. 2. október 1851, d. 31. maí 1928, og sambýliskona hans Solveig Sigurðardóttir húsfreyja, f. 6. júlí 1868, d. 3. september 1949.
Sigurður fluttist til Eyja 1917 og stundaði sjómennsku.
Hann bjó með Þorbjörgu á Litla-Hrauni 1919, á Háeyri 1920, á Vesturhúsum 1921, í Bræðratungu 1922, á Blómsturvöllum 1923, síðar og framvegis á Brekastíg 23.
I. Sambýliskona Sigurðar var Þorbjörg Sigurðardóttir húsfreyja, f. 22. febrúar 1895, d. 9. júní 1948.
Börn Þorbjargar og Sigurðar:
1. Andvana stúlka, f. 26. desember 1917.
2. Anna Ester Sigurðardóttir, f. 18. nóvember 1919, d. 19. janúar 1980.
3. Sigurður Hilmar Sigurðsson, f. 26. apríl 1921, d. 27. september 2014.
4. Solveig Sigurðardóttir, f. 19. desember 1923, d. 7. desember 1994.
5. Engilbert Ottó Sigurðsson, f. 14. maí 1931.
II. Síðari kona Sigurðar, (1955), var Ólafía Ólafsdóttir húsfreyja, f. 2. nóvember 1899, d. 25. ágúst 1969.
Fósturdóttir þeirra var
6. Ásdís Erna Guðmundsdóttir, f. 17. febrúar 1954, d. 9. janúar 2021.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.