Sigrún Runólfsdóttir (Steini)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigrún Runólfsdóttir.

Sigrún Runólfsdóttir frá Nýjabæ í Meðallandi, V.-Skaft., húsfreyja, bóndi fæddist þar 28. apríl 1891 og lést 14. desember 1973 á Vífilsstöðum.
Foreldrar hennar voru Runólfur Runólfsson bóndi, f. 12. mars 1849 í Klauf í Meðallandi, d. 16. janúar 1950, og kona hans Guðrún Ólafsdóttir frá Ytri-Sólheimum í Mýrdal, húsfreyja, f. þar 6. ágúst 1851, d. 11. mars 1925.

Sigrún var með foreldrum sínum til 1901, á Haugnum í Mýrdal 1901-1921, lausakona þar 1921-1922, kom frá Vífilsstöðum 1927, var lausakona á Haugnum 1927-1928, var í Árbæ í Rang. 1928-1929.
Þau Ársæll voru í Eyjum 1929 og 1930.
Þau eignuðust Hauk í Steini 1930, voru síðan húshjón á Árbæ í Holtum, þar sem Ársæll var vinnumaður og síðar ráðsmaður á búi Guðlaugar Ólafsdóttur. Þau Sigrún reistu nýbýlið Heiðarbrún í Holtahreppi 1938 og bjuggu þar.
Ársæll lést 1944.
Sigrún bjó áfram til 1945, flutti til Reykjavíkur.
Hún lést 1973.

I. Sambúðarmaður Sigrúnar var Ársæll Halldórsson sjómaður, ráðsmaður, bóndi, f. 29. desember 1884, d. 4. nóvember 1944.
Barn þeirra:
1. Haukur Ársælsson rafvirkjameistari, f. 1. október 1930 í Steini við Vesturveg 10, (nú Miðstræti 15).


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.