Haukur Ársælsson (rafvirkjameistari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Haukur Ársælsson)
Fara í flakk Fara í leit
Haukur Ársælsson.

Haukur Ársælsson frá Steini við Vesturveg 10, (nú Miðstræti 15), rafvirkjameistari, sölumaður, sölustjóri, rafmagnseftirlitsmaður fæddist þar 1. október 1930 og lést 7. janúar 2021 á Droplaugarstöðum.
Foreldrar hans voru Ársæll Halldórsson frá Hafursholti í Holtahreppi, Rang., sjómaður, ráðsmaður, bóndi, f. 29. desember 1884, d. 4. nóvember 1944, og sambúðarkona hans Sigrún Runólfsdóttir frá Nýjabæ í Meðallandi, V.-Skaft., húsfreyja, verkakona, f. þar 28. apríl 1891, d. 14. desember 1973.

Haukur var einbirni, var með foreldrum sínum.
Hann lærði rafvirkjun í Iðnskólanum í Reykjavík, lauk sveinsprófi 1958. Meistari hans var Ólafur Jensen. Hann sótti eftirmenntunarnámskeið rafiðnaðarins og ýmis námskeið á vegum rafmagnseftirlits Ríkisins og námskeið í brunarannsóknum í Noregi.
Hann fór til Reykjavíkur 17 ára í atvinnuleit. Eftir nokkur ár við rafvirkjun varð hann sölumaður og sölustjóri húsgagna, fyrst hjá Skeifunni, síðar hjá BÁ húsgögnum. Síðar sneri hann sér að rafiðnaðinum og varð rafmagnseftirlitsmaður hjá Rafmagnseftirliti Ríkisins, sem síðar rann inn í Löggildingarstofu. Hann vann til 74 ára aldurs.
Þau Ólöf giftu sig 1951, eignuðust fimm börn. Þau byggðu Hrauntungu 4 í Kópavogi og bjuggu þar.
Ólöf lést 1994 og Haukur 2021.

I. Kona Hauks, (19. maí 1951), var Ólöf Þorleifsdóttir húsfreyja, f. 15. nóvember 1930, d. 11. febrúar 1994. Foreldrar hennar voru Þorleifur Gíslason bifreiðastjóri, f. 3. ágúst 1904 í Hjallakróki í Ölfusi, d. 6. janúar 1976, og kona hans Kristín Valentínusdóttir húsfreyja, f. 4. maí 1908 í Reykjavík, d. 9. janúar 1983.
Börn þeirra:
1. Gísli Kristinn Hauksson bifreiðastjóri, f. 16. mars 1951. Kona hans Hrafnhildur Snorradóttir.
2. Ólafur Valtýr Hauksson fjölmiðlafræðingur, f. 4. maí 1953. Kona hans Sigurlaug Þ. Bragadóttir.
3. Ársæll Hauksson bifreiðastjóri, f. 9. ágúst 1954. Kona hans Helga Haraldsdóttir.
4. Þorleifur Hauksson, f. 7. september 1957.
5. Jóhann Grímur Hauksson rafvirki, f. 20. janúar 1959. Kona hans Björk Ásgeirsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 15. janúar 2021.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.